Þegar veturinn kallar – skíðadagar á Spáni
Upplýsingar
Skíðadagar í nágrenni Costa Blanca og Costa Cálida
Það er eitthvað töfrandi við að búa eða dvelja á Costa Blanca eða Costa Cálida. Sólin fylgir manni yfir vetraturinn, að ganga meðfram ströndinni verður hluti af rútínunni og lífið er einhvernveginn léttara. En það sem margir átta sig ekki á er að hér býrðu ekki einungis við Miðjarðarhafs hlýjuna, heldur eru snjóþakin fjöll innan seilingar. Það er í raun magnað hversu auðvelt er að fara frá heitu loftslagi við ströndina upp í snjóþakin fjöll á nokkrum klukkustundum í bíl.
Við höfum tekið saman helstu og aðgengilegustu skíðasvæðin fyrir öll sem búa eða dvelja á Costa Blanca eða Costa Cálida.
Sierra Nevada
Stærsta og vinsælasta skíðasvæði Suður-Spánar.
Sierra Nevada er án efa aðal skíðasvæði suður- og austurstrandar Spánar. Það er staðsett rétt fyrir ofan Granada. Það tekur um þrjár og hálfa til fjórar klukkustundir að keyra frá Costa Blanca og enn styttra frá Murcia og Torrevieja. Þetta er skíðasvæðið sem allir tala um, stórt, fagurt, líflegt og uppfullt af góðri stemningu.
Fjallið fer upp í rúmlega 3.000 metra hæð og býður upp á úrval brauta fyrir alla, allt frá breiðum og mjúkum byrjendabrekkum yfir í lengri og hraðari leiðir fyrir vana skíðara.
Veðrið er stór hluti af upplifuninni. Það eru fá skíðasvæði í Evrópu sem hafa jafn marga sólardaga yfir vetrartímann og Sierra Nevada. Það er eitthvað töfrandi við að skíða niður fjallið undir bláhimni með vetrarsólina í andlitinu.
Dagspassar eru yfirleitt á bilinu 50 - 66 evrur eftir árstíma, skíðaleiga og búnaður er á góðu verði miðað við gæði. Þeir sem vilja upplifa alvöru skíðastemningu, borða góðan mat og skíða í fjölbreyttum brekkum velja Sierra Nevada aftur og aftur.
Þetta er „stórt fjall“ sem bíður upp á mikið úrval, lúxus og skemmtun.
Valdelinares
Fullkomið skíðasvæði fyrir dagferðir
Valdelinares er í Teruel-héraði er hið klassíska litla fjallaþorp sem tekur á móti manni með ró og hlýju, aðeins um þremur tímum frá Alicante og er svipuð vegalengd frá Murcia og upp að Orihuela Costa. Valdelinares skíðasvæðið er ótrúlega fallegt og andrúmsloftið afslappað með fallegum kaffihúsum sem gerir svæðið hlýlegt og kósý.
Þetta svæði er vinsælt fyrir þá sem vilja „skíðadag“ án þess að plana heila helgi. Svæðið er sérstaklega vinsælt hjá fjölskyldum, byrjendum og þeim sem vilja léttan og afslappaðan skíðadag. Dagspassarnir hér kosta minna en í Sierra Nevada, oft á bilinu 30 - 40 evrur eftir tímabili. Valdelinares er góður kostur fyrir þá sem vilja uppfylla skíðaþörfina og anda að sér fersku fjallalofti án þess að ferðast of lengi eða eyða of miklum peningum.
Javalambre
Fallegt fjallavæði fyrir byrjendur og rólega skíðadaga
Javalambre er annað svæði í sama fjallgarði og Valdelinares og hefur sama notalega yfirbragðið. Einnig um tveggja og hálfs til þriggja tíma akstri frá Alicante en svolítið lengra frá Torrevieja. Þetta er svæði sem margir íbúar á Costa Blanca velja þegar þeir vilja stutta ferð, gott veður og rólega stemmningu.
Javalambre hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja sinn skíðaferil eða vilja prófa snjóinn í fyrsta skipti. Verðin eru á svipuðu róli og í Valdelinares, dagspassar að jafnaði í kringum 35–40 evrur. Brautirnar eru stuttar, greiðar og góðar fyrir byrjendur til að byggja upp sjálfstraust.
La Covatilla
Fyrir þá sem vilja fegurð og fjallaloft
La Covatilla, staðsett í Salamanca-héraði sem er aðeins lengra frá ströndinni, það tekur um um fjórar klukkustundir að keyra þangað frá Alicante og Murcia. Þetta svæði er minna þekkt meðal strandbúa, en þeir sem fara þangað dásama fegurðina sem býr yfir fjallinu.
La Covatilla hentar vel fyrir öll sem vilja rólegri upplifun, minni mannfjölda og skíðadag sem er meira um fjallaloft og náttúrutengingu en stærð og fjölda brauta. Verðin eru á svipuðu róli og önnur minni svæði eða í kringum 35-40 evrur. Þetta er skemmtilegur valkostur fyrir pör eða vini sem vilja upplifa annað vibe en fjöldan og fjörið í Sierra Nevada.
FJÖLLINN OG SNJÓRINN ER NÆR EN ÞÚ HELDUR
Þetta er eitt af því sem gerir Spán svo einstakan á veturna: hlýtt hafró og vetrarfjöll sem bíða þín handan við hæðina. Hér geturðu tekið dag frá sólbaði, hoppað inni í bíl með kaffi við
höndina og verið á skíðum um hádegisbil. Þetta er ekki bara ævintýri - þetta er lífsstíll sem margir eru farnir að sækjast í.
Hvort sem þú ert týpan sem vilt adrenalín og lengstu brekkurnar eða rólega snjóupplifun í mjúkum fjallastillingum, þá eru skíðasvæðin nálægt Costa Blanca og Costa Cálida fullkominn leikvöllur.
Og besta við þetta? Þú þarft ekki að velja á milli strandar eða snjós. Á Spáni færðu bæði.