Enn eitt metið slegið á Alicante flugvelli
Upplýsingar
Samgöngur skipta sköpum þegar tekin er ákvörðun um hvar fjárfesta skuli í fasteignum. Mikilvægt er að geta ferðast á milli landa og svæða á fljótlegan, öruggan og hagkvæman hátt. Þetta er ein helsta ástæða þess að Costa Blanca-svæðið hefur verið í stöðugri sókn á undanförnum árum.
Og ef einhver þjóð skilur mikilvægi góðra flugsamgangna, þá eru það við Íslendingar.
Alicante–Elche Miguel Hernández flugvöllur er einn af stærstu flugvöllum Spánar (3. stæðsti) og hefur sýnt mikinn vöxt. Alla mánuði ársins 2025 hefur verið umtalsverð aukning í farþegafjölda og núna í nóvember fóru um 11 milljónir farþega í gegnum flugvöllinn, sem jafngildir 10,3% aukningu miðað við sama tímabil í fyrra.
Flugsamgöngur milli Íslands og Alicante eru mjög góðar. Yfir vetrartímann eru að jafnaði 3–5 bein flug á viku, en yfir sumartímann 7–11 flug. Að auki eru fjölmargir möguleikar með td. einni millilendingu í Evrópu , sem gerir aðgengi Íslendinga að svæðinu einstaklega gott.
Það sem margir Íslendingar kunna einnig að meta er mikil tíðni fluga frá Alicante-flugvelli til annarra áfangastaða, bæði innan Evrópu og til fjarlægari landa. Þetta gerir flugvöllinn og svæðið í heild sinni afar hentugt fyrir frekari ferðalög.
Til dæmis:
- Viltu skella þér til Marrakech? Það er auðvelt – með Ryanair má fljúga þangað fram og til baka fyrir um 100 evrur og flugtíminn er aðeins um 2 klukkustundir.
- Tónleikar á Ibiza næsta sumar? Yfir sex flugfélög bjóða upp á bein flug daglega, verð frá um 21 evru og flugtími aðeins um 40 mínútur.
Ferðamöguleikar frá Alicante-flugvelli eru því nánast endalausir og þetta er einn af augljósum kostum þess að eiga fasteign á Costa Blanca-svæðinu.
Horft er til frekari uppbyggingar flugvallarins á næstu 5–7 árum, þar sem áætlað er að bæta við annarri flugbraut og stækka brottfarar- og komusvæði um allt að 40%. Þetta mun styrkja svæðið enn frekar sem alþjóðlegan samgöngu- og fjárfestingarkjarna.
Semsagt, svæði í hörku uppbyggingu nú sem fyrr !