Blogg

Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?

Af hverju velja sífellt fleiri Íslendingar að búa á Costa Blanca og Costa Cálida frekar en á Íslandi ?

Upplýsingar

Já, svarið er í raun einfalt:
Lægri neyslukostnaður, ódýrari fasteignir og sól yfir 300 daga á ári.
Í staðinn fyrir að fara út í kuldann og byrja daginn á því að skafa bílinn á Íslandi, getur þú drukkið kaffi á svölunum í hita og yl á Spáni, fyrir helmingi lægra verð.

Ódýrari neysluútgjöld.
Spánarheimili hefur tekið saman nýjustu gögn frá Eurostat, Hagstofu Íslands, INE á Spáni og Numbeo um neyslu og húsnæðiskostnað á Spáni miðað við Íslandi. Niðurstöður sýna að Costa Blanca og Costa Cálida bjóða ekki aðeins upp á sól og strendur, heldur einnig mun hagkvæmari lífstíl og neysluútgjöld.
Samkvæmt viðeigandi gögnum eru neysluútgjöld á Spáni að meðaltali 50–70% lægri en á Íslandi. Þetta á ekki aðeins við um húsnæði og mat, heldur líka veitingastaði og bensín svo eitthvað sé nefnt.

Hvað þýðir þetta í raun ?

• Fjögurra manna fjölskylda sem eyðir að lágmarki 200.000 kr. í mat á mánuði, á Íslandi, greiðir aðeins um 100.000 kr. á Spáni.
• Lægra bensínverð sparar fjölskyldu með tvo bíla allt að 300.000 ISK á ári.
• Að fara út að borða er helmingi ódýrara heldur en í Reykjavík.
Samkvæmt þessum upplýsingum getur íslensk fjölskylda sparað allt að 1,7 milljón kr. á ári í daglegri neyslu með því að búa á Costa Blanca eða Costa Cálida.

Fasteignir allt að 3x ódýrari á Spáni.
Í Reykjavík kosta íbúðir í miðbænum að jafnaði um 1 milljón kr. á fermeter. Þetta þýðir að 80 fm íbúð kostar í kringum 80 milljónir kr.
Á Spáni er dæmið allt annað. Samkvæmt INE er meðal fermetraverð á Costa Blanca og Costa Cálida er í kringum 280 - 300 þúsund kr. og 375 þúsund kr. á nýbyggingum. Fasteignir á Spáni eru því allt að 3x ódýrari en á íslandi.
Raunverulegt verð fasteigna á báðum stöðum fer þó alltaf eftir staðsetningu, hverfi, stærð og hvort um nýbyggingu eða eldri eign ræðir.

Geta Íslendingar fengið lán á Spáni?
Já, Íslendingar geta fengið fasteignalán á Spáni gegn greiðslumati. Geiðslumatið byggist á íslendum fjarhagsgögnum sem við sjáum um að láta þýða og senda í bankana til að fá tilboð.
• Vextir: 2,75–4,5% (óverðtryggðir)
• Lánstími: Allt að 30 ár
• Fjármögnun: Allt að 75% af kaupverði
Til samanburðar eru vextir á íslandi á bilinu 8–11%, sem gerir fjármögnunina þar töluvert þyngri í mánaðarlegum greiðslum.
Athugið: Íslensk félög (ehf) geta ekki tekið lán á Spáni, en það er hægt að stofna spænskt félag sem tekur lánið. Við hjá Spánarheimili leiðbeinum þér í gegnum það ef þörf er á.

Aukin lífsgæði og frelsi frá skammdeginu.
Á Íslandi eru veturnir kaldir og dimmir en á Spáni skín sólin yfir 300 daga á ári. Þar getur þú spilað golf allt árið, farið út í stuttbuxum í janúar, spilað padel undir berum himni eða eytt kvöldum á ströndinni í stað þess að skafa bílinn í myrkri og frosti.
✅ Fyrir suma er þetta tækifæri til að flytja í sólina, breyta um lífstíl og spara í daglegum kostnaði.
✅ Fyrir aðra snýst þetta um að eiga sitt annað heimili í sólinni, nota það í fríum og leigja út þess á milli.

Margir viðskiptavinir okkar láta fasteignina sína borga sig sjálfa með útleigu sem stendur undir bæði afborgunum og kostnaði. Þú nýtur eigninnar þegar þú vilt en þess á milli læturðu hana vinna fyrir þig.
Útleiga eigna á Spáni er ein af mörgum þjónustum sem við hjá Spánarheimili bjóðum upp á.

Niðurstaða – Ísland vs. Spánn
Matarkostnaður: 50–70% ódýrari á Spáni
Veitingar: Lúxus máltíðir á Spáni kosta broti af verði mv. Reykjavík. Fasteignir: 2-3 sinnum ódýrari en í Reykjavík
Lífsstíll: 300 sólardagar á ári, menning og betri lífsgæði

En á Spáni færðu töluvert lægra inngangsverð, hagstæðari lán og ódýrari neyslukostnað.
Það má því með sönnu segja út frá upplýsingum hér að ofan að hægt er að lifa betri lífsstíl fyrir minna á Spáni og jafnvel spara í leiðinni.
Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið?
• Hvað með lán, vexti og skattamál?
Að kaupa eign á Íslandi er góð fjárfesting, sérstaklega ef þú ert nú þegar á markaðnum.

Af hverju að kaupa í gegnum Spánarheimili?
Þegar Íslendingar vilja kaupa fasteign á Spáni vakna eðlilega margar spurningar:
• Hvernig virkar ferlið, hvað með lán, vexti og skattamál?
• Hverjum get ég treyst o.s.frv.?

Við hjá Spánarheimili vitum nákvæmlega hvernig þér líður. Í yfir áratug höfum við aðstoðað hundruð Íslendinga við að finna drauma eignina sína á Spáni og förum með þeim í gegnum allt kaupferlið með sérfræðiaðstoð.

Við bjóðum þér:
✅ Trausta ráðgjöf um fjármögnun og lán.
✅ Leiðsögn í skattamálum og lagalegum atriðum
✅ Leigu- og eignaumsjón ásamt eftirfylgni eftir kaupin

Og það sem gerir okkur einstök:
Vildarklúbbur Spánarheimila. Þar bjóðum við viðskiptavinum okkar afslætti á golfi, bílaleigu, lagningu í Keflavík, flugvallaakstri, veitingastöðum og þjónustu m.a. sem gerir lífið þægilegra og ennþá ódýrara á Spáni.
Með okkur kaupir þú ekki einungis fasteign, þú færð öruggt ferli, áratuga reynslu, þjónustu í báðum löndum og heilt samfélag á Spáni sem tekur á móti þér.
➡ Langar þig að breyta til, sleppa skammdeginu og fjárfesta í betra lífi? Sólin á Spáni bíður þín. Við hjá Spánarheimili hjálpum þér alla leið.
➡ Viltu heyra meira um hvernig við getum hjálpað þér að komast í draumaeignina þína á Spáni?
➡ Bókaðu einkakynningu og við förum yfir ferlið með þér og sýnum þér hvaða eignir eru í boði, auðvitað án allra skuldbindinga.

Heimildir: Numbeo (2025), Eurostat (2024), Hagstofa Íslands (2024), INE Spánn (2025), Turismo Región de Murcia (2025)


Fleiri myndir

Hafa samband

Data Controller: Spanarheimili SL, Purpose of Processing: Management and control of the services offered through the Real Estate Services website, Sending information through newsletters, and others, Legitimacy: By consent, Recipients: The data will not be transferred, except for accounting purposes, Rights of Interested Parties: Access, rectify, and delete data, request data portability, object to processing, and request limitation of it, Source of Data: The Data Subject, Additional Information: Additional and detailed information on data protection can be found Here.
Phone Mail