Fasteignamarkaðurinn í Murcia-héraði er að taka risastökk
Upplýsingar
Fasteignamarkaðurinn í Murcia- héraði er að taka risastökk - sala jókst um 57,4% á milli maí 2024 og maí 2025.
Murcia, Spáni – 16. júlí 2025.
Fasteignaviðskipti hafa aukist verulega á Murcia-svæðinu en sala fasteigna jókst um heil 57,4% í maí 2025 samanborið við sama mánuð árið áður.
Þetta bendir enn og aftur til mikils trausts kaupenda og sívaxandi eftirspurnar eftir fasteignum á Murcia-svæðinu.
Þessi mikla aukning endurspeglar líflegan markað, knúinn áfram af mjög samkeppnishæfu fasteignaverði, endurnýjuðum áhuga erlendra fjárfesta og áframhaldandi aðdráttarafli Murcia héraðs sem áfangastaðar með háum lífsgæðum. Eignir til fastrar búsetu hafa einnig aukist um 23,1% og það virðist sem vaxandi fjöldi fasteignakaupenda velji Murcia-héraðið sem heimili sitt.
Starfsmenn hjá Spánarheimilum greina frá vaxandi áhuga Íslenskra kaupenda á svæðinu, sérstaklega í kringum Los Alcazares / La Serena þar sem fólk laðast helst að yfir 320 sólardögum á ári, fallegum ströndum og mun lægri framfærslukostnaði miðað við önnur svæði við Miðjarðarhafið. Þess má að auki geta að yfir 20, 18 holu golfvellir eru í innan 30 mínutna akstursfjarlægðar við Los Alcazares og má þá líka geta að Íslenska landssliðið í golfi hefur sínar æfingabúðir í Haciendo De Alamo, sjá nánar hér: https://spanarheimili.is/golf....
Í stuttu máli - lykilatriði:
-57,4% aukning í fasteignaviðskiptum í maí 2025 samanborið við maí 2024.
-Mikil eftirspurn eftir heilsárseignum sem og fjárfestingareignum.
-Sérstakur áhugi á svæðum eins og San Pedro del Pinatar, Los Alcázares, San Javier og Lo Pagan.
„Þetta er ekki bara tala – þetta sýnir að markaðurinn hér í Murcia er fullur af lífi og tækifærum,“ segir Daði Agnarsson, fasteignasali hjá Spánarheimilum.
„Fólk er að sjá að Murcia-héraðið býður upp á einstaka blöndu af góðu verði, menningu og síðast en ekki síst, auknum lífsgæðum á enn betra verði.“
Með nýjum þróunarverkefnum og bættum innviðum heldur Murcia áfram að styrkja stöðu sína sem eitt spennandi fasteignasvæði Spánar árið 2025 og síðar.
Heimildir að hluta: https://www.ine.es/dyngs/INEba...