Endurgreiðslur

Endurgreiðslur

Endurgreiðsla kostnaðar vegna ólöglegra fasteignalána á spáni

Ef þú tókst spænskt bankalán á árunum 1990 til og með árinu 2018 þá áttu rétt á endurgreiðslu kostnaðar sem bankinn rukkaði við lántökuna. Þá skiptir engu þó eignin sé seld í dag eða lánið uppgreitt.

Þetta getur numið frá 1 til 8% af upphaflegum höfustól lánsins en ef liftrygging er að baki lánsins er endurgreiðslan hærri.  Ekki nóg með það heldur áttu jafnvel rétt á því að ósanngjörnum skilmálum lánsins sé breytt eða eins og vaxtagólf afnumið og vaxtaþak sett í lánið. Endurgreiðslan nær ekki til fyrirtækja sem hafa tekið fasteignalán á þessu tímabili. 

 

Allt ofangreint byggist á dómi Hæstaréttar Spánar og á úrlausnir fordæmisgefandi mála sem hafa þegar verið afgreidd á grundvelli þessa dóms.

 

Spánarheimili hefur myndað þverfaglegt samstarf íslenskra og spænskra lögfræðinga vegna þessa máls en að baki því teymi standa Bjarni Sigurðsson lögfræðingur og framkv.stjóri Spánarheimilis – Hrafnhildur Ósk fyrrv. útibússtjóri í CAM banka og aðst.maður frkv. Spánarheimilis – Brynhildur Björnsdóttir Verkefnastjóri Spánarheimila og lögg.skjalaþýðandi og að lokum Daniel Bohorquez lögl.fulltrúi á lögfr.stofu í Alicante sem hefur sérhæft í þessum málum á hendur spænskum lánastofnunum.

 

Ofangreint teymi stendur að baki netfanginu [email protected] og mun veita öllum Íslendindingum sem hafa tekið spænsk fasteignlán á þessu tímabili aðstoð við að endurheimta þessa ólöglegu gjaldtöku frá spænskum bönkum svo og til að leiðrétta ósanngjarna lánaskilmála ef þeim er fyrir að fara í láninu.

Ferlið er svohljóðandi:

Póstur sendur á [email protected] með ósk um mat á endurgreiðslalu ásamt nafni lántakenda og kennitölu og upplýsingum um hvenær fasteignalánið á spáni var tekið og í hvað spænska banka.

Viðskiptavini verður svarað með ósk um framlagningu á nokkrum gögnum sem endugreiðsluteymið þarf að fá í hendur til að geta metið fjárhæð endurgreiðslunnar.  Ofangreint teymi hefur aðgang að lánagögnum viðskiptavina Spánarheimila sem hafa keypt með aðstoð Spánarheimila á þessu tímabili.  Aðrir senda okkur á meili umbeðin gögn til að geta metið endurgreiðslufjárhæðina

Innan 5 daga frá framlagninum umbeðinna gagna er póstinum svarað með upplýsingum um þá endurgreiðslufjárhæð sem viðskiptavinur má eiga von á og eins ef ólöglegir lánaskilmálar séu á núverandi láni.

Viðskiptavinur tekur ákvörðun um framhald málsins. Ef hann óskar eftir endurgreiðslu þarf hann að veita lögfr.teyminu spænska lögformlegt umboð sem er þá á spænsku og íslensku. Undir það er þá annað hvort skrifað hjá Sýslumanninn á Íslandi eða á Spáni. Greiða þarf kr. 29.900 í  matsgjald en umboðsgerðin er innifalin í ofangreindu gjaldi en allir stimplar hjá Sýslumanninum á spáni eða íslandi eru og  innifaldir.

Þegar lögformlegt undirritað umboð er komið í hendur teymisins er send út formleg endurgreiðslukrafa á hendur lánveitanda viðskiptavinar og óskað eftir endurgreiðslu innan ákveðins tímafrests. Ef bankinn endurgreiðir ekki er bankanum stefnt lögformlega til endurgreiðslu þessa kostnaðar. Slíkt endurgreiðsluferli getur tekið allt upp undir 1 ár ef bankinn velur að fara með málið fyrir dóm en það er ekki sjálfgefið að mál endi þar heldur ferkar að þau séu kláruð með samkomulagi.

Þegar bankinn loks endurgreiðir þá rennur 75% endurgreiðslufjárhæðarinnar til viðskiptavinarins og 25% fer til spænsku lögfræðistofunnar sem innheimti málið en eru þá 29.900 kr sem greiddar voru í upphafi þá innifaldar í þeirri uppgjörsþóknun.

Ef eitthvað óljóst eru frekari upplýsingar veittar á [email protected] eða í síma 5-585858

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur hér !