27 febrúar 2023

El Raso

Falinn demantur sem við mælum með

Í íbúðahverfinu El Raso á Torrevieja svæðinu finnur þú flesta almenna þjónustu eins veitingastaði, verslanir, apótek og bari. 

Göturnar eru breiðar og allt nærumhverfið bíður upp á einstaka náttúrufegurð. El Raso er rétt við La Mata saltvatnið en það er mjög vinsælt að hjóla eða ganga í kringum það og er fuglaskoðun að auki mjög vinsæl. 

Allt um kring er sítrónu- og appelsínurækt. Þess má geta að allt svæðið í kringum saltvatnið er friðað og því er svæðið demantur fyrir náttúruunnendur. 

 

Alla sunnudaga er límónu markaðurinn (Lemon Tree market) í aðeins um 450 metra fjarlægð við bæinn en markaðurinn er rómaður fyrir fjölbreytt úrval, bændur að selja uppskeruna sína og skemmtilegt úrval veitingastaða.

Yfir bænum er alþjóðlegt andrúmsloft en byggðin einkennist af nútímalegum miðjarðarhafstíl sem hentar umhverfinu mjög vel.

Í aðeins 7 mínútna akstursfjalægð finnur þú El Moncayo ströndina í Guardamar sem er krýnd hinum eftirsótta bláa fána en yfir stóran hluta ársins finnur þú bari, nuddara, sólbekki og aðra þjónustu á ströndinni án þess að vera of yfirgnæfandi enda er ströndin vinsæl á meðal heimamanna.

Það sem gerir El Raso meðal annars að frábærum kosti er staðsetningin en það tekur ekki nema um 7 mín að keyra á ströndina – um 30 mín á flugvöllinn og ekki nema um 10 mín niður í iðandi mannlíf borgarmenningarinnar við Miðjarðahafið. 

Úrval golfvalla er í næsta nágrenni en nefna má La Marquesa – La Finca – Vistabella ofl.

Um 20 mín akstu er í hina margrómuðu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard í La Zenia


El Raso – eitthvað fyrir alla.

Mikið af eignum í byggingu í El Raso

Þessi glæsilegi íbúðarkjarni mun samanstanda af fjölbýlishúsum á 5 hæðum og með hverri íbúð fylgir einkabílastæði í bílakjallara.

Skoða þakíbúðir i El Raso hér

Flottur íbúðarkjarni með 2 sameiginlegum sundlaugum, líkamsrækt og spa. Hverri íbúð fylgir stæði í bílakjallara.

 

Frekari upplýsingar hér