Spánarheimili kynnir: Glæsileg villa í Guardamar del Segura tilbúin til afhendingar. Guardamar er flottur bær nálægt Torrevieja og Quesada í aðeins 2 mínútna fjarlægð frá ströndinni með miklu úrvali af allskonar þjónustu.
Þetta einbýli er á flottum stað með góðu útsýni til hafs og fjalla. Eignin er með 5 svefnherbergi og 5 baðherbergi en einnig er möguleiki að bæta við þrem auka herbergjum í kjallara. Í kjallaranum er stór 90m2 bílskúr og 40m2 verönd sem leyfir náttúrulega ljósinu að flæða inn. Stór og opin stofa ásamt góðu hönnunar eldhúsi sem býður þér að ganga beint út á flotta verönd. Einnig er lyfta inni í húsinu og stór upphituð sundlaug á þak svölunum.
Verð 1.245.000€.
Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og eða í síma 5585858