Spánarheimili kynna: Fallega þakíbúð með einkaþaksvölum. Íbúðin er staðsett fyrir framan fallegan garð, sem býður upp á notalegt útsýni og ró. Íbúðin er 62 m² að stærð og hefur 3 svefnherbergi, baðherbergi, sjálfstætt eldhús, verönd og rúmgóða 60 m² sólarverönd, þar sem einnig er handhæg geymsla.
Hún er seld semi-útbúin og með loftkælingu, sem veitir þægilegt og hagnýtt rými til að búa. Auk þess býður byggingin upp á stórkostlega sameiginlega sundlaug, sem er fullkomin til að njóta sólríkra daga.
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is