Spánarheimili kynnir: Glæsilega lúxusvillu. Húsið er á þremur hæðum og stendur á 806 m² lóð. Nútímalegur arkitektúr, hágæða efni og glæsilegar innréttingar.
Á aðalhæðinni er að finna bjarta stofu með arni, borðstofu með stórum gluggum og rúmgóðu eldhúsi með hágæða tækjum. Útgengt er út á stóra verönd með infinity sundlaug með fossi.
Efri hæðin inniheldur þrjú svefnherbergi með náttúrulegu ljósi, tvö glæsileg baðherbergi (þar af eitt en suite) og hjónaherbergi með 23 m² einkaverönd, fullkomið til að njóta útsýnis og sólsetra.
Tveir inngangar eru í húsð þ.e. aðalinngangurinn sem leiðir að stórri verönd og svo annar inngangur á jarðhæð með bílastæði fyrir fimm bíla og bílskúr fyrir einn bí. Einnig er pláss fyrir húsbíla eða stór ökutæki.
Í kjallaranum er að finna einkagym, fullbúið baðherbergi, þvottahús og tæknirými.
Á meðal sérstakra eiginleika eru gólfhiti, sólarsellur, öryggismyndavélar, styrk uppbygging og lúxus efni í öllum rýmum. Villan er fullbúin og tilbúin til afhendingar.
Sjón er sögu ríkari.
Um svæðið:
Á Costa Blanca svæðinu sameinar Los Altos – Los Balcones friðsæld og aðgengi. Í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð finnur þú matvöruverslanir, apótek, skóla, heilsugæslustöðvar og almenningssamgöngur, auk virta Torrevieja háskólasjúkrahússins. Njóttu fallegu strandanna í Orihuela Costa og Torrevieja, aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð, eða spilaðu golf á nálægum völlum eins og Villamartín, Las Ramblas eða Campoamor. Einnig er stutt í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina, eina þá stærstu á svæðinu, og góðar samgöngur eru við flugvellina í Alicante og Murcia – báðir innan við klukkustund í burtu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is