Spánarheimili kynnir: Heillandi íbúð á jarðhæð sem staðsett er í El Raso, Guardamar del Segura, innan lokaðs og öruggs íbúðarsvæðis sem býður upp á ró og öryggi.
Eignin samanstendur af tveimur svefnherbergjum, hjónaherbergi með baðherbergi ensuite, auk annars fullbúins baðherbergis með nútímalegri og hagnýtri hönnun. Eldhús er opið við stofu/borðstofu þaðan sem útgengt er út á verönd. Íb´juðin býður einnig upp á tvær rúmgóðar verandir, fullkomnar til að njóta hins notalega Miðjarðarhafsloftslags allt árið um kring.
Íbúðarklasinn býður upp á sameiginlega sundlaug, tilvalda til afslöppunar á sólríkum dögum. Með eigninni fylgir einnig einkabílskúr og geymsla, sem veitir aukin þægindi og geymslurými.
Verð: 219.000 €
Um svæðið:
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðum á suðurhluta Costa Blanca og er staðsettur um 15 kílómetrum norðan við Torrevieja. Bærinn er þekktur fyrir um 10 kílómetra langa strandlengju, umlukta fallegum furuskógi. Þar eru átta víðáttumiklar gullnar sandstrendur, þar á meðal nektarströndin Los Tusales og hin einstaka Pinada-strönd, sem liggur að síbreytilegum sandöldum meðfram strandgönguleiðinni í Guardamar. Úrval fasteigna á svæðinu er fjölbreytt og á strandlengjunni má finna sérstaklega áhugaverðar eignir með stórkostlegu sjávarútsýni.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is