Spánarheimili kynnir: Nýtt verkefni glæsilegra einbýlishúsa á einni hæð, Húsin eru hönnuð til að bjóða upp á þægindi, næði og lífsstíl í fullkomnu samræmi við náttúruna. Húsin eru með tveimur eða þremur svefnherbergjum, tveimur fullbúnum baðherbergjum. Húsin eru frá 93,39 m² upp í 155,60 m².
Hvert hús býður upp á bjarta stofu og borðstofu í opnu rými með amerísku eldhúsi. Yfirbyggðar 23,48 m² verandir, glæsilegar þaksvalir (solárium) frá 53,92 m² upp í 75 m², sem og einkagarðar með flatarmáli á bilinu 208,07 m² til 394,90 m².
Eignirnar standa á lóðum sem eru frá 302,27 m² upp í 550 m² og hverju húsi fylgir einkasundlaug og bílastæði innan lóðar.
Verð frá 279.900 € upp í 499.900 €
Um svæðið:
Condado de Alhama er einkarekið íbúðahverfi í Alhama de Murcia, frægt fyrir 18 holu golfvöllinn, hannaðan af Jack Nicklaus. Það er fullkominn staður fyrir þá sem leita að kyrrð og afslöppuðum lífsstíl, en vel tengdur við nauðsynlega þjónustu í nærliggjandi bæjum eins og Mazarrón og Cartagena.
Aðeins nokkrar mínútur frá ströndum Mar Menor og Miðjarðarhafsins býður Condado de Alhama einnig upp á fjölbreytt úrval af útivist og íþróttum, tilvalið fyrir náttúruunnendur. Það er fullkomið umhverfi til að búa eða njóta frís, með öll þægindi innan seilingar.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is