Spánarheimili kynnir: Glæsilegt raðhús í Lomas de Cabo Roig, rúmgott og vel við haldið á frábærum stað
Við kynnum þetta fallega raðhús á þremur hæðum, staðsett í hinu eftirsótta hverfi Lomas de Cabo Roig, Orihuela Costa. Húsið er í lokuðum og öruggum kjarna með sameiginlegri sundlaug, sem skapar rólegt og þægilegt umhverfi fyrir íbúana.
Húsið samanstendur af fjórum svefnherbergjum, sem henta bæði fjölskyldum og þeim sem vilja auka svefnpláss fyrir gesti. Tvö baðherbergi eru í eigninni, bæði snyrtileg og vel við haldið.
Að framan er opin verönd sem hentar einstaklega vel fyrir morgunkaffið eða kvöldsestina. Að aftan er önnur rúmgóð verönd sem hefur verið lokuð af og breytt í þægilega sólstofu
Nánar um svæðið:
Lomas de Cabo Roig er vinsælt svæði þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir, kaffihús og fjölbreytta veitingastaði. Umhverfið er rólegt en samt nærri öllu því sem gerir daglegt líf þægilegt. Að auki er stutt að keyra eða ganga niður á fallegar strendur Orihuela Costa.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is