Spánarheimili kynnir: Þetta einstaka einbýlishús er staðsett á frábærum stað á Santa Rosalía, aðeins um 5 mínútna göngufjarlægð frá klúbbhúsinu. Húsið var fullbyggt í júlí á þessu ári og er tilbúið til afhendingar.
Lóðin er sérstaklega rúmgóð og er með einkasundlaug og sérbílastæði innan lóðar.
Gengið er inná aðalhæðina sem samanstendur af björtu og opnu eldhúsi sem tengist stofu, einu svefnherbergi og fullbúnu baðherbergi.
Á efri hæðinni er rúmgott hjónaherbergi með en-suite baðherbergi, að auki er annað svefnherbergi og auka baðherbergi fyrir hæðina. Með báðum herbergjunum fylgja svalir.
Að lokum er gengið upp á stórar þaksvalir þar sem gert hefur verið ráð fyrir útieldhúsi – fullkomið fyrir sólríka daga og kvöldstundir.
Nánar um svæðið
Santa Rosalía er algjörlega einstakt svæði með stærsta manngerða lóni í Evrópu. Svæðið er í mikilli uppbyggingu en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida ströndinni sem er í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Torreviejasvæðinu. Bærinn Los Alcázares er í göngufæri og þar er meðal annars að finna úrval veitingastaða, matvörubúðir og alla þjónustu sem hægt er að hugsa sér. Santa Rosalía Resort er sérhannað fyrir íbúa til þess að njóta og slaka á. Innan svæðisins er að finna stór græn svæði með leiksvæði fyrir börn og fullorðna og þar er hægt að stunda hinar ýmsu íþróttir, s.s. körfubolta, golf, og strandblak. Hlaupa- og hjólastígar liggja umhverfis allt svæðið og upplagt er að nýta piknikk svæðin til að grilla með stórfjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þarna að finna kristaltært og seiðandi lónið þar sem hægt er að stunda fjölbreytt vatnasport sem og klúbbhús með veitingahúsi og líkamsræktaraðstöðu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is