Spánarheimili kynnir: Glæsilega og nútímalega íbúð staðsetta í lokuðu íbúðahverfi sem var nýlega byggt. Hún er staðsett í Torrevieja, aðeins 700 metrum frá Playa del Cura. Þetta strandsvæði á Costa Blanca er þekkt fyrir líflegt ferðamannaumhverfi, langar sandstrendur og sólskin nær allt árið um kring.
Íbúðin er á annarri hæð og sker sig úr með nútímalegri hönnun og hágæða húsgögnum. Hún samanstendur af rúmgóðri og notalegri stofu með borðstofu, sér eldhúsi sem er fullbúið og hagkvæmu þvottarými. Einnig eru tvö svefnherbergi, fullbúin húsgögnum, og nútímalegt baðherbergi. Eitt helsta aðdráttaraflið eru tvennar svalir sem báðar snúa í suður og gefa ríkulegt náttúrulegt ljós og skapa fullkominn stað til að slaka á og njóta sólarinnar.
Sérmerkt bílastæði fylgir íbúðinni, sameiginlegt sólbaðssvæði og frábæra sundlaug til að njóta á heitustu dögum ársins.
Nánar um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs Spánar, á Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag sitt og strandlengju. Göngugötur liggja meðfram fögrum sandströndum. Torrevieja er borg þar sem njóta má lífsins utandyra, borg sem brosir ætíð mót hafinu, borg sem er rík af hefðum og venjum en um leið nútímaleg og opin öllu sem vilja njóta lífstílsins við Miðjarðarhafið. Inni í landinu er Lagunas de la Mata-Torrevieja náttúrugarðurinn með skemmtilegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum, annað bleikt og hitt grænt. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaganum þýðir að þar er meðalhiti um 18°C og meira en 300 sólskinsdagar á ári hverju. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta þróaðra innviða; menntastofnana, heilsugæslu, vatnagarða og verslana.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is