Spánarheimili kynnir: Heillandi efri sérhæð sem staðsett er á hinu vinsæla Punta Prima svæði þar sem stutt er í alla helstu þjóinustu.
Íbúðin býður upp á tvö rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, fullbúið eldhús og notalega stofu með beinum aðgangi að suðaustur svölum — fullkomnar til að njóta miðjarðarhafssólarinnar allan daginn.
Einn af stærstu kostum eignarinnar eru yfirbyggðar Þaksvalir. Þar að auki er einkagarður að aftan sem býður upp á aukið rými, fullkomið fyrir fjölskylduna, hvíld eða til að skapa þinn eigin græna vin.
Íbúðin er staðsett í Punta Prima, umlukin nútímalegum íbúðahverfum, og er mjög eftirsótt eign. Hún er aðeins í um 850 metra fjarlægð frá Punta Prima-ströndinni og í stuttri göngufjarlægð frá börum, veitingastöðum og Punta Marina-verslunarmiðstöðinni, þar sem finna má alla helstu þjónustu.
Um svæðið:
Punta Prima, sem staðsett er suður af Torrevieja, er eitt eftirsóttasta svæði Costa Blanca vegna frábærrar blöndu af rólegheitum, þjónustu og lífsgæðum. Stutt ganga er á ströndina og býður svæðið upp á greiðan aðgang að allri helstu þjónustu: Svo sem, matvöruverslunum, verslunarmiðstöðvum, veitingastöðum, heilsugæslu og skólum.
Svæðið býður einnig upp á fjölbreytta afþreyingu, þar á meðal þekkta golfvelli eins og Villamartín, Las Ramblas og Campoamor, auk lystibátaaðstöðu, grænna svæða og göngu- og hjólastíga. Að auki er frábær tenging við Alicante flugvöll, aðeins í um 45 mínútna akstursfjarlægð eftir hraðbraut.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is