Spánarheimili kynnir: Glæsilega íbúðsem býður upp á einstakan lífsstíl á einu eftirsótta svæði Santa Rosalia.
Íbúðin samanstendur af tveimur rúmgóðum svefnherbergjum og tveimur fullbúnum baðherbergjum. Bjartur og notalegur stofu/borðstofuhluti opnast út á einkasvalir, fullkomnar til að njóta miðjarðarhafssólarinnar eða borða utandyra með útsýni yfir fallega garða íbúðarhverfisins.
Íbúar hafa aðgang að tveimur sameiginlegum sundlaugum, þar af einni upphituðri, auk úti líkamsrækt, heitur pottur og leiksvæði fyrir börn. Einnig fylgir íbúðinni einkabílastæði í bílakjallara og geymslurými sem tryggir bæði þægindi og öryggi.
Íbúðahverfið er byggt í kringum stórbrotið manngert lóm með túrkísbláu vatni, umkringt einkaströndum, víðáttumiklum grænum svæðum, íþróttaaðstöðu, litlum golfvelli og nútímalegu félagsheimili með veitingastöðim og bar.
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði með stærstu manngerðu lón Evrópu. Svæðið er í örum vexti, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um það bil 20 mínútna akstur frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri, þar sem þú finnur úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla þá þjónustu sem hugsast getur.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérstaklega hannað til þess að íbúar geti notið lífsins og slakað á. Þar eru stór græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og það hentar frábærlega fyrir lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þar tært og aðlaðandi lón þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir, auk félagsheimilis með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is