Spánarheimili kynnir:
Einstaklega fallegt einbýlishús sem staðsett á stórri lóð í Los Alcázares, aðeins örfáar mínútur frá ströndinni og næstu veitingastöðum aðrari þjónustu.
Um er að ræða tveggja hæða einbýlishús með 6 svefnherbergjum og 5 baðherbergjum. Húsið situr á stórri lóð með einkasundlaug, heitapott, útigrill aðstöðu, geymsluskúr, bílskúr með pláss fyrir tvo bíla og svo bakvið húsið er sér íbúð með sér inngang, svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu.
Þegar gengið er inn á jarðhæðinni finnur þú forstofu/sólstofu og þar er bæði gengið inn í bílskúrinn og í húsið. Þegar þú kemur inn er rúmgóð borðstofa og opið eldhús, frá því eru 3 svefnherbergi á jarðhæðinni og 2 baðherbergi. Það er stór stofa með arinn og svo er gengið upp á efri hæðina með einstaklega fallegum stiga.
Þegar þú kemur upp á efri hæðina má finna 3 önnur svefnherbergi og 2 baðherbergi. Einnig ertu með stórar svalir sem er gengið út frá tveimur svefnherbergjunum. Hjónaherbergið er stórt og með einkabaðherbergi
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is