Spánarheimili kynnir: Glæsileg 3. svefnherbergja íbúð á 2. hæð í glænýjum, aflokuðum lúxuskjarna.
Íbúðin sjálf er um 92 m2 og er með 3. svefnherbergi og 2. baðherbergi, opið eldhús og suðursvalir. Íbúðin er afar björt og öll mjög aðgengileg. Rafmagnlokun er á öllum gluggum og fylgir innbúið með í kaupunum.
Þessi lúxus íbúðarkjarni samanstendur af nokkrum fjölbýlishúsum á 5 hæðum en með þessari íbúð fylgir einkabílastæði í bílakjallara og geymsla.
Í kjarnanum eru tvær flottar sundlaugar (önnur inni og upphituð) í miðju kjarnans og á neðra svæði kjarnans er flott líkamsræktar aðstaða með saunu, nuddpottum ásamt "put ´n chip" minigolf velli.
Athugið - seljandi er með aðra sambærilega íbúð í sama stigagangi til sölu á sama verði. Frábær kaup !
Verð 254.000€ + 12-14% skattur & kostnaður.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
"El Raso" hverfið í Guardamar er staðsett við eitt af saltlónunum og býður upp á einstakt nátturu umhverfi, hjólastíga, fuglaskoðun ofl.
Stutt í flesta þjónustu og veitingastaði og má nefna að El Limonar sunnudags markaðurinn er í göngufæri en hann er talinn einn skemmtilegasti útimarkaður á svæðinu. Einnig er stutt að komast að næstu strönd td. í El Moncayo.
Guardamar er einn af helstu ferðamannastöðunum við Costa Blanca suður og er staðsettur um 15 kílómetra norður af Torrevieja. Borgin er fræg fyrir um 10 kílómetra langa strönd sem er lokuð af furuskógi. Þar eru átta breiðar gullstrendur, þar á meðal nektarströndin Los Tusales og hin fallega Pinada sem staðsett er við hlið hreyfanlegu sandhólana sem liggja meðfram sjávarsíðunni í Guardamar. Fasteignir sem eru í boði þar eru á breiðu verðbili og sérstakt úrval er að finna við ströndina, með ótrúlegu sjávarútsýni.