Spánarheimili kynnir: Húsið er staðsett inn á Santa Rosalía Lake & Resort aðeins nokkrum skrefum frá lóninu og er umlukin einstöku náttúrulegu umhverfi. Hér er öryggisvarsla allan sólarhringinn, græn svæði, íþróttasvæði og hið stórkostlega manngerða lón.
Húsið stendur á 236 m² lóð og skiptist í tvær hæðir auk kjallara. Á neðri hæð er björt stofa og borðstofa með opnu eldhúsi og fallegri eyju. Einnig eru þar tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og beinn aðgangur að verönd og útisvæði.
Á efri hæðinni er aðalsvefnherbergið, með fataherbergi, sérbaðherbergi og tveimur einkaveröndum– fullkomnar til að njóta útsýnisins.
Kjallarinn, sem er 122 m², býður upp á mikla möguleika. Hægt er að nýta sem kvikmyndasal, líkamsræktarherbergi, afþreyingarsvæði eða sem aukaíbúð.
Að auki fylgir einkabílastæði á lóðinni, og möguleiki er á að byggja einkasundlaug – sem gerir þessa eign að frábærum kosti til varanlegrar búsetu.
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði með stærstu manngerðu lón Evrópu. Svæðið er í örum vexti, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um það bil 20 mínútna akstur frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri, þar sem þú finnur úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla þá þjónustu sem hugsast getur.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérstaklega hannað til þess að íbúar geti notið lífsins og slakað á. Þar eru stór græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og það hentar frábærlega fyrir lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þar tært og aðlaðandi lón þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir, auk félagsheimilis með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is