Spánarheimili kynnir: Glæsilega þakíbúð sem er staðsett í hinu virta Oasis Beach í hjarta La Zenia og aðeins í örstuttri fjarlægð frá vinsælu verslunarmiðstöðinni Zenia Boulevard.
Íbúðin samanstendur af tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, þar af einu með en-suite baðherbergi og útsýni yfir vel hirtan sameiginlegan garð, og tveimur nútímalegum baðherbergjum með gólfhita og hágæða frágangi. Eldhús er opið við bjarta stofu/borðstofu, sem opnast út á notalega einkaverönd með markísu – fullkomin til að njóta suðræns veðursins.
Einn af helstu kostum þessarar íbúðar er rúmgóðar þaksvalir með vatns- og rafmagnstengingu, stemningslýsingu, yfirbyggðri borðstofuaðstöðu og plássi fyrir nuddpott – fullkomið svæði til útiveru og afslöppunar í sérlega þægilegu umhverfi.
Íbúðin er seld fullbúin húsgögnum, með loftkælingu og upphitun í öllum rýmum og innifalið er einnig örugg bílastæði í bílakjallara.
Kjarninn býður upp á tvær stórar sameiginlegar sundlaugar með sólbaðssvæðum, barnalaug, leikaðstöðu og vel hirtum görðum.
Um svæðið:
La Zenia er eitt vinsælasta svæði Costa Blanca, þekkt fyrir fallegar bláfánastrendur, alþjóðlegt andrúmsloft og frábær lífsgæði. Aðeins í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni, býður staðsetningin upp á beina aðkomu að allri helstu þjónustu, eins og matvöruverslunum, heilsugæslu, apótekum og hinni vinsælu verslunarmiðstöð Zenia Boulevard.
Einnig er svæðið umlukt frægustu golfvöllum svæðisins, eins og Villamartín, Las Ramblas og Campoamor, og býður upp á greiðan aðgang að flugvöllunum í Alicante og Murcia, í innan við klukkutíma fjarlægð með bíl.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is