Spánarheimili kynnir: Þetta nýja íbúðaverkefni sem staðsett er á rólegum og eftirsóttum stað, með óhindrað útsýni yfir golfvöllinn og hönnun sem miðar að því að njóta náttúrunnar og lífsgæða til fulls.
Byggingin er á þremur hæðum og samanstendur af íbúðum ýmist með tveimur eða þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Stærðir íbúðanna eru frá 72,50 m² upp í 101,40 m². Hver íbúð er hönnuð með rúmgóðum og björtum rýmum og stórum veröndum sem eru á bilinu 11,50 m² til 60,90 m². Þakíbúðirnar eru einnig með glæsilegum þaksvölum á bilinu 65,10 m² til 66,80 m² — fullkominn fyrir chill-out svæði, grill, o.fl.
Íbúðakjarninn býður upp á sameiginlegt sundlaugarsvæði, einkabílastæði og græn svæði sem mynda heildarlausn fyrir þægindi, slökun og útiveru.
Áætlað er að afhending íbúðanna fari fram á tímabilinu júní til desember 2027.
Verð frá 289.900€ upp í 369.900€
Nánar um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is