Spánarheimili kynnir: Þetta glæsilega einbýlishús á einni hæð í Miðjarðarhafsstíl á La Finca golfvellinum.
Eignin samanstendur af þremur rúmgóðum svefnherbergjum, öll með innbyggðum fataskápum og sér fataherbergi er í hjónasvítunni. Eldhúsið er opið og með hentugri amerískri eyju sem tengist fullkomlega björtu og notalegu stofurými. Tvö fullbúin baðherbergi, þar af eitt en suite, gólfhiti er á baðherbrgjum. Auk þess er sér þvottaherbergi.
Frá stofunni opnast stór rennihurð út á veröndina, þar sem múruð pergóla býður upp á frábært tækifæri til að njóta kvöldstunda með vinum og fjölskyldu. Eigninni fylgir einkasundlaug og bílastæði innan lóðar. Garðurinn er hannaður með það í huga að njóta veðurblíðunnar og slaka á.
Verð: 555.000 €
Um svæðið:
La Finca er þekkt fyrir glæsilegan 18 holu golfvöll, eitt glæsilegasta klúbbhús Costa Blanca og frábæra aðstöðu fyrir útivist og afþreyingu. Þar er einnig 5 stjörnu hótel með heilsulind og vellíðunarsetri. Svæðið státar einnig af mikilli náttúrufegurð. Innan fárra mínútna er aðgangur að verslunarmiðstöðvum, matvöruverslunum, veitingastöðum og allri helstu þjónustu. Svæðið er einnig afar vel tengt nálægum ströndum og helstu samgönguæðum, sem auðveldar aðgengi að borgum eins og Alicante og Murcia. Fullkomið fyrir þá sem vilja njóta hágæða lífsgæða og þæginda á einstökum stað. Flest er innan seilingar, annaðhvort í göngufæri eða stutt í næsta þorp, Algorfa.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is