Spánarheimili kynnir: Raðhús á tveimur hæðum með kjallara á La Finca Golf. Húsin eru 108,6fm og standa á 300fm lóðum með einka sundlaug og bílastæði innan lóðar. Gott útisvæði til að njóta veðurblíðunnar í rólegu umhverfi, Um er að ræða hús með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, bjartri stofu og opnu eldhúsi. Húsin henta vel fyrir fasta búsetu eða sem sumarhús.
Aðalhæðin inniheldur bjarta stofu með útgengir út á verönd, opið eldhús og fullbúið baðherbergi. Tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á annarri hæð er aðalsvefnherbergið með útsýni yfir svæðið, sérbaðherbergi og aðgangi að þaksvölum.
Einnig er 55 m² kjallari sem gefur margvíslega nýtingarmöguleika.
Verð: 495.000 evrur
Um svæðið:
Húsin eru staðsett á hinu eftirsótta svæði Finca Golf, í Orihuela, sem er þekkt fyrir rólegt umhverfi náttúrufegurð og frægan golfvöll. Innan fárra mínútna er aðgangur að verslunarmiðstöðvum, matvöruverslunum, veitingastöðum og allri helstu þjónustu. Svæðið er einnig afar vel tengt nálægum ströndum og helstu samgönguæðum, sem auðveldar aðgengi að borgum eins og Alicante og Murcia. Fullkomið fyrir þá sem vilja njóta hágæða lífsgæða og þæginda á einstökum stað. Flest er innan seilingar, annaðhvort í göngufæri eða stutt í næsta þorp, Algorfa.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is