Spanarheimili kynnir: Nútímaleg einbýlishús á Las Colinas sem að er einn flottasti golfvöllurinn á svæðinu. Hverfið er vaktað með hliði. Húsin standa á einkalóðum sem eru á bilinu 486fm - 589fm sem gefur íbúum kost á mjög góðu útisvæði. EInstaklega fallegt umhverfi er á Las Colinas og eru húsin byggð með tilliti til náttúrannar allt í kring.
Um er að ræða 127fm hús með þremur svefnherbergjum , tveimur fullbúnum baðherbergjum, eldhús opið við stofu. Stórir gluggar tengjainnisvæðið við útisvæðið sem skapar góða tilfinningu fyrir rýminu og vellíðan. Hér er yndislegt að njóta veðurblíðunnar allt árið um kring í þessu fallega umhverfi.
Öllum eignum fylgir einkasundlaug og bílastæði fyrir tvo bíla
Verð frá 750.000 € til 770.000 €
Um svæðið:
Las Colinas golfvallasvæðið hefur verið valið eitt besta golfsvæði á Spáni nokkur undanfarin ár og er talið eitt besta golfvallasvæði í Evrópu. Umhverfið á Las Colinas er einstakt. Íbúar hafa aðgang að glæsilegu klúbbhúsi með úrvals veitingastöðum, og einnig að einkastrandklúbbi á Campoamor ströndinni. Glæsileg líkamsræktarstöð er á svæðinu og auk þess tennis- og körfuboltavellir. Algjör lúxus fyrir vandláta.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is