Spánarheimili kynnir þetta glæsilega einbýli, staðsett innan hins virta Santa Rosalía Resort. Húið er allt að 269 m². Á aðalhæðinni, sem er 133 m², eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, tvö fullbúin baðherbergi, gestasalerni, björt og opin stofa með eldhúsi í nútímalegum stíl og útieldhús með fallegu útisvæði.
Á efri hæðinni er einka þaksvalir, 64 m² að stærð, sem innihalda annað útieldhús.
Kjallarinn er 136 m² og er afhentur með steyptum veggjum og gólfi, PVC gluggum og með foruppsetningu fyrir loftkælingu, lýsingu, rafmagnstengla og vatnslagnir. Þar er einnig þvottaherbergi, tæknirými og tveir enskir garðar sem samtals eru 12 m² að stærð og veita birtu og loftræstingu inn í rýmið — sem gerir kjallarann að sveigjanlegu og notadrjúgu rými.
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði og heimili stærsta manngerða lóns Evrópu. Svæðið er í örri þróun, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um það bil 20 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri og þar finnur þú fjölbreytt úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla þjónustu sem þú gætir þurft.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er hannað með það að markmiði að íbúar geti notið sín og slakað á. Þar eru víðáttumikil græn svæði með leiktækjum fyrir börn og fullorðna, og möguleikum á að stunda íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og það er kjörið fyrir lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Að lokum má ekki gleyma stóra, tær og aðlaðandi lóninu þar sem hægt er að stunda ýmsar vatnaíþróttir, auk klúbbhúss með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is