Spánarheimili kynnir þetta glæsilega einbýli sem er staðsett í hinu virta Santa Rosalía Resort. Húsið er hannað í nútímalegum og hagnýtum stíl og er 335,91 m². Húsið býður upp á allt sem þarf til að njóta Miðjarðarhafslífsins með gæði og þægindi í huga
Á aðalhæðin sem er 171,61 m², eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, þrjú fullbúin baðherbergi, bjart og opið stofu- og borðstofurými með eldhúsi, hentugri vinnuaðstöðu, geymslu fyrir hjól og fullbúið sumar eldhús sem tengist vel við útisvæðið.
Það eru stórar þaksvalir eða 125 m² að stærð. Fullkomið svæði til að slaka á utandyra. Þar er eldhús, gestasalerni og geymsla, með möguleika á að koma fyrir heitum potti — allt með óhindruðu útsýni og algjöru næði.
Kjallarinn, sem er 164,30 m² að stærð, er afhentur fullkláraður með flísum og múruðum veggjum. Þar er geymsla, þvottahús og tæknirými. Að auki eru þrír enskir garðar (ljósrásir) sem samanlagt eru 31,87 m² og veita náttúrulegt ljós inn í kjallarann, sem skapar notalegt og vistvænt rými.
Verð: 1.600.000 €
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði og heimili stærsta manngerða lóns Evrópu. Svæðið er í mikilli þróun, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, aðeins um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri og þar finnur þú úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla hugsanlega þjónustu.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérhannað til þess að íbúar geti notið sín og slakað á. Þar eru víðáttumikil græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og það hentar einstaklega vel fyrir lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Að lokum er þar stór og kristaltær lón þar sem hægt er að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttir, auk klúbbhúss með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is