Spánarheimili kynnir: Einstakt verkefni sem samanstendur af einbýlum í Santa Rosalía Resort. Hér getur þú haft áhrif á skipulag húss og lóðar allt eftir því hvað hentar þínum þörfum og lífsstíl.
Hvert hús er með þremur rúmgóðum svefnherbergjum og tveimur fullbúnum baðherbergjum ásamt gestasalerni,. Eldhús er opið við stofu en þaðan er útgengt út á verönd og út í einkagarð með sundlaug og frábærri sólbaðsaðstöðu ásamt fallegu útsýni. Hér geturðu notið veðursins og útsýnisins allt árið um kring í friði og ró.sem tilheyrir húsinu. Sundlaug og Á lóðinni eru einnig tvö einkabílastæi.
Verð frá 765.000€
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði með stærstu manngerðu lón Evrópu. Svæðið er í örum vexti, en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida, um það bil 20 mínútna akstur frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri, þar sem þú finnur úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla þá þjónustu sem hugsast getur.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía er sérstaklega hannað til þess að íbúar geti notið lífsins og slakað á. Þar eru stór græn svæði með leiksvæðum fyrir börn og fullorðna, þar sem hægt er að stunda ýmsar íþróttir eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og það hentar frábærlega fyrir lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þar tært og aðlaðandi lón þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir, auk félagsheimilis með veitingastað og líkamsræktarstöð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is