Spánarheimili kynnir með mikilli ánægju þetta frábæra verkefni í Torrevieja. Um er að ræða kjarna sem samanstendur af þriggja hæða byggingum. Hér er allt innifalið í verðinu. Húsgögn, heimilistæki, loftræstikerfi með kælingu og upphitun, innri og ytri lýsingu, skreytingum, sjónvarpi, kaffivél, brauðrist, eldhúsáhöldum og öðrum fylgihlutum. Semsagt allt það helsta sem til þarf til að flytja inn.
Allar íbúðir eru með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, nútímalegu eldhúsi sem er opið við stofu og frá stofu er gengið út á rúmgóðar svalir/verönd. Íbúðirnar eru frá 77fm -81fm að stærð. Þakíbúðirnar eru með útgengi út á svalir á sem eru 18-20fm og þaðan er svo farið upp á stórar þaksvalir sem eru frá 67-81fm. Á þaksvölunum nýturður sólarinnar allt árið um kring ásamt því að njóta útsýnisins.
A.T.H. Tilboð til 31. desember 2025!
Hér er allt innifalið í verðinu. Húsgögn, heimilistækj, loftræstikerfi með kælingu og upphitun, innri og ytri lýsingu, skreytingum, sjónvarpi, kaffivél, brauðrist, straubúnaði, eldhúsáhöldum og öðrum fylgihlutum. Semsagt allt það helsta sem til þarf til að flytja inn.
Auk þess fylgir með hverri íbúð bílastæði í kjallara ásamt lokuðu geymslurými, Einnig fylgir heitavatnskerfi með varmadælu (aerothermia), gólfhiti í baðherbergjum, rafknúnir gluggahlerar með fjarstýringu og öryggishurð við inngang.
Verð frá 295.000€ - 325.000€
Um svæðið:
Torrevieja er borg í austurhluta Alicante-héraðs á Spáni, við Costa Blanca. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslagið og langa strandlengju. Fallegir göngustígar liggja meðfram ströndinni. Torrevieja er borg þar sem hægt er að njóta útiverunnar. Borg sem brosir alltaf til sjávarins, rík af hefðum og siðum en jafnframt nútímaleg og opin öllum sem vilja njóta Miðjarðarhafslífsins.
Rétt ofan við strandlengjuna er að finna Parque Natural de las Lagunas de la Mata-Torrevieja, með fallegum gönguleiðum og tveimur saltvötnum – öðru bleiku og hinu grænu. Staðsetning Torrevieja á Íberíuskaga tryggir meðalhita upp á 18°C og yfir 300 sólardaga á ári. Eigendur fasteigna í Torrevieja njóta vel þróaðra innviða; menntastofnanir, heilbrigðisþjónusta, vatnagarða og verslanir og ýmsa aðra afþreyingu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is