Spánarheimili kynnir: Tilbúið til afhendingar. Glæsilegt 260fm einbýlishús sem stendur á 467fm lóð í Ciudad Quesada.
Húsið býður upp á fjögur rúmgóð svefnherbergi, þar á meðal hjónasvítu, auk þriggja fullbúinna baðherbergja og gestasalerni. Skipulagið samanstendur af tveimur björtum stofum með borðstofu og innbyggðri eldhúsaðstöðu, auk sumar eldhúss á sólstofu – fullkomið til að njóta samveru utandyra á meðan þú horfir yfir stórkostlegt útsýni beint á golfvöllinn.
Útisvæðið er hannað með hámarks ánægju í huga: einkagarður, stórar svalir tilvaldar til að njóta sólarinnar, bílastæði og einkasundlaug sem er upphituð (4,5 x 9 m) með nuddpott.. Allt umvafið ró og náttúrulegu umhverfi golfvallarins. Meðal aukabúnaðar má nefna þvottahús, foruppsetningu fyrir lyftu og sólstofu með stórkostlegu útsýni.
Um svæðið:
Ciudad Quesada er skemmtilegur bær í hjarta Costa Blanca, þekkt fyrir vinalegt andrúmsloft. Hér finnur þú alla helstu þjónustu innan seilingar: stórmarkaði, verslanir, veitingastaði, heilsugæslu og skóla, allt í öruggu og fjölskylduvænu umhverfi. Auk þess er Ciudad Quesada vel tengt við sumar af bestu ströndum svæðisins, eins og Guardamar og La Marina. Þekktir golfvellir á borð við Villamartín, Las Ramblas og Campoamor eru innan seilingar. Flugvöllurinn í Alicante er í aðeins um 35 mínútna akstri í burtu, sem gerir bæði aðgengi og ferðalög mjög þægileg.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is