Spánarheimili kynnir: Nýtt verkefni með ferðamannaíbúðum í Santa Rosalía, sem samanstendur af 5 þriggja hæða húsum. Hver íbúð hefur 2 svefnherbergi og 2 baðherbergi, með byggingaflötum frá 77,45 m² upp í 83,10 m².
Íbúðir á jarðhæð eru með sérgarði, sem eru frá 68,43 m² til 190,97 m². Þakíbúðir eru með einkasólpalli á bilinu 35 m² til 37,32 m². Íbúðir á miðhæð eru með svölum.
Allar íbúðir eru afhentar fullbúnar og tilbúnar til notkunar, með uppsettum loftkælingum, húsgögnum, skrautmunum, eldhúsáhöldum, rúmfötum, handklæðum og fullbúnum baðherbergjum.
Í sameign eru fjölbreytt aðstaða og þjónusta: tvær sameiginlegar sundlaugar, leikvöllur, líkamsræktaraðstaða, þvottaaðstaða, móttaka og bílastæði fylgir hverri íbúð.
Verð frá 254.900 € upp í 281.900 €
Um svæðið:
Santa Rosalía er einstakt svæði sem státar af stærsta manngerða lóni Evrópu. Svæðið er í örri þróun og staðsett á Costa Cálida, aðeins um 20 mínútna akstur frá Torrevieja. Þorpið Los Alcázares er í göngufæri, þar sem finna má úrval veitingastaða, matvöruverslana og alla hugsanlega þjónustu.
Ferðamannasvæðið Santa Rosalía hefur verið hannað með það að markmiði að íbúar geti notið og slakað á. Þar eru víðáttumikil græn svæði með leiktækjum fyrir börn og fullorðna, og fjölbreytt úrval íþróttaiðkunar, eins og körfubolta, golf og strandblak. Göngu- og hjólastígar liggja um allt svæðið og bjóða upp á frábært tækifæri til að nýta sér lautarferðir og grill með fjölskyldunni. Að lokum, og ekki síst, er þar kristaltært og notalegt lón þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir, auk klúbbhúss með veitingastað og líkamsræktaraðstöðu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is