Spánarheimili kynnir: Við kynnum þetta nýja verkefni af sérhæðum með tveimur eða þremur svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Stærð íbúðanna er á bilinu 73,50 m² til 75,97 m². Íbúðarkjarninn býður upp á sameiginlegan sundlaugagarð og sérmerkt bílastæði fyrir hverja íbúð.
Neðri hæðirnar hafa einkagarð sem eru frá 59,20 m² upp í 126,61 m² auk 13 m² veröndar. Efri hæðirnar eru með svölum og þaksvölum sem er 67,50 m².
Verð frá 239.900 € til 269.900 €
Fyrstu eignirnar afhendast í september 2026.
Um svæðið:
San Miguel de Salinas er dæmigert spænsk sveitaþorp. Það er staðsett á hæsta punkti héraðsins, syðst á Costa Blanca. Bærinn býður upp á útsýni yfir saltlónin í Torrevieja og óteljandi sítrónu- og appelsínulundi, sem gerir hann meðal annars fullkominn bæði til búsetu og styttri dvalar. Aðalatvinnugrein íbúa er þjónusta og landbúnaður, svo sem ræktun á sítrónum, melónum og ólífum. Þorpið hefur allt aðdráttarafl dæmigerðs Miðjarðarhafsþorps. Þar getur þú notið vikulegs markaðar, heimsótt hellana í nágrenninu eða tekið þátt í hátíðum sem reglulega eru haldnar. Til dæmis er Dagur San Miguel haldinn árlega og hátíðarhöldin hefjast viku áður en dagurinn sjálfur rennur upp, þann 29. september.
Matreiðslumenning íbúanna einkennist af hefðbundinni og næringarríkri sveitamatargerð, eins og „gazpacho manchego“, sem er saðsöm máltíð úr tómötum, sérstöku brauði og grænmeti ásamt kanínukjöti, hrísgrjónum og soði.
Allt þetta og margt fleira gerir þennan stað að einum vinsælasta áfangastað þeirra sem leita að heimili í sólinni eða vilja eyða fríi á Miðjarðarhafsströndinni. Allir helstu þjónustuþættir eru innan seilingar í þessu litla og heillandi þorpi.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is