Spánarheimili kynnir: Stórglæsilegt 180 m² einbýlishús sem stendur á um 280,2 m² lóð, en húsið er staðsett á einkar góðum stað innan Santa Rosalia svæðisins. Eignin hefur 4 rúmgóð svefnherbergi og 4 fullbúin baðherbergi ásamt einkaþaksvölum sem ligga yfir allir eigninni en þar er m.a. útieldhús. Husið skiptist í aðalhæð - efri hæð og síðan íbuðarkjallara með fullri lofthæð þar sem er innréttað 1 svefnherb ásamt baðherbergi og fjölskyldurými.
Innanhússhönnunin einkennist af glæsilegum ítölskum húsgögnum sem gefa hverju rými glæsileika. Setustofan og eldhúsið með opnu rými sem skapar bjarta og notalega stemningu. Lóðin er flísalögð með einkasundlaug. Öll húsgögn eru innifalin í verði.
Verð 620.000€
Um svæðið:
Santa Rosalía Lake and Life Resort er nýtt, spennandi og framtíðarmiðað íbúðasvæði á Costa Cálida í Murcia-héraði, aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá Mar Menor, Torre-Pacheco og þekktum strandsvæðum eins og Los Alcázares og La Manga. Þetta lokaða, örugga og vistvæna samfélag er hannað með nútímalegan lífsstíl í huga – þar sem náttúra, hönnun, vellíðan og afþreying mætast á einum stað.
Í hjarta Santa Rosalia Resort svæðisins er það sem gerir það sannarlega einstakt: stórfenglegt menngert lón (Crystal Lagoon) – tæplega 17.000 fermetra með kristal tæru vatni, umkringt hvítum sand ströndum, pálmatrjám og göngustígum. Þetta paradísar lón býður upp á einstaka aðstöðu til sunds, róðra og ýmissa vatnaíþrótta og hvíldar við vatnið – alveg eins og að vera á suðrænum eyjum, en með öllum þægindum nútímasamfélags.
Santa Rosalia leggur mikla áherslu á gæði, sjálfbærni og heilbrigt umhverfi. Þar eru í boði nútímalegar íbúðir, þakíbúðir og sérhannaðar villur sem sameina stílhreina hönnun, orkunýtingu og háþróað byggingarefni. Svæðið er einnig með skipulagða afþreyingu, leiksvæði, hjóla- og gönguleiðir, körfuboltavelli, padel velli, frisbí golff og veitingastaði ásamt almenningssvæði sem hentar öllum
Nálægð við fjölmarga golfvelli, fallegar strendur Mar Menor og alþjóðaflugvöllinn í Murcia (ca. 25 mínútur) gerir Santa Rosalía að frábærum kosti fyrir þá sem vilja njóta rólegs, öruggs og þægilegs lífsstíls í suður-Spáni – hvort sem það er sem aðalheimili, sumarhús eða fjárfesting.
Santa Rosalía er því meira en aðeins hverfi – það er lífsstíls samfélag. Hér mætast hönnun, náttúra og lífsgæði í fullkomnu jafnvægi – þar sem hver dagur getur verið hvíld, ævintýri og upphaf að nýju lífi í sólinni.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is