Spánarheimili kynnir: "SÍÐASTA EIGNIN - ALLT INNIFALIÐ" Við kynnum til sölu síðustu íbúðina í þessum íbúðarkjarna í Santa Rosalía Lake & Life Resort
Þetta er íbúð á jarhæð með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Eldhús og stofa eru í opnu rými og frá stofunni er útgengt út á verönd.
Kjarninn samanstendur af 4 fjölbýlishúsum með 60 íbúðum og sameiginlegri sundlaug við miðju
Eldhúsið kemur fullbúið með ofni, örbylgjuofni, uppþvottavél, ísskáp, helluborði og eldhúsháf.
Það fylgir einnig einkabílastæði og geymsla í bílakjallara
Verð 419.000€ og í þessu verði fylgir loftkæling, einkasundlaug, húsgögn, bílastæði og geymsla.
Tilbúið til afhendingar
Nánar um svæðið
Santa Rosalía er algjörlega einstakt svæði með stærsta manngerða lóni í Evrópu. Svæðið er í mikilli uppbyggingu en Santa Rosalía er staðsett á Costa Cálida ströndinni sem er í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Torreviejasvæðinu. Bærinn Los Alcázares er í göngufæri og þar er meðal annars að finna úrval veitingastaða, matvörubúðir og alla þjónustu sem hægt er að hugsa sér. Santa Rosalía Resort er sérhannað fyrir íbúa til þess að njóta og slaka á. Innan svæðisins er að finna stór græn svæði með leiksvæði fyrir börn og fullorðna og þar er hægt að stunda hinar ýmsu íþróttir, s.s. körfubolta, golf, og strandblak. Hlaupa- og hjólastígar liggja umhverfis allt svæðið og upplagt er að nýta piknikk svæðin til að grilla með stórfjölskyldunni. Síðast en ekki síst er þarna að finna kristaltært og seiðandi lónið þar sem hægt er að stunda fjölbreytt vatnasport sem og klúbbhús með veitingahúsi og líkamsræktaraðstöðu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimili og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is