Spánarheimili kynnir: Nýtt íbúðaverkefni staðsett í fimm hæða byggingu í Torrevieja. Húsið er með flottu sameiginlegu svæði á þakinu með sundlaug.
Um er að ræða íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum og einu baðherbergi. Þetta eru íbúðir frá 39,87 m² upp í 80 m²
Þakíbúðirnar eru með stórum svölum sem eru á bilinu 22,42 m² til 39,78 m² að stærð.
Verð frá 165.000 € til 295.000€
Aðeins ein íbúð er á efstu hæð sem er með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og er 107m² að stærð og fer á 410.000 €
Um svæðið:
Torrevieja er borg á austurhluta Alicante-héraðs á Spáni, við Costa Blanca ströndina. Borgin er þekkt fyrir milt Miðjarðarhafsloftslag og strandlengju sína. Fallegar sandstrendur og göngustígar meðfram sjónum eru áberandi í borginni.
Torrevieja er staður þar sem hægt er að njóta útiveru og sjávar, borg með sterkum hefðum og menningu, en einnig nútímaleg og opin þeim sem vilja upplifa lífsstíl Miðjarðarhafsins. Í nágrenni borgarinnar er náttúruverndarsvæðið Las Lagunas de la Mata-Torrevieja, þar sem finna má gönguleiðir og tvö saltlón – eitt bleikt og annað grænt.
Staðsetning borgarinnar á Íberíuskaga veitir meðalhitastig upp á 18°C og yfir 300 sólardaga á ári. Íbúar í Torrevieja njóta góðrar innviðaþjónustu með aðgangi að menntastofnunum, heilbrigðisþjónustu, vatnagarði og fjölbreyttum verslunum.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is