Spánarheimili kynnir: Glæsilegt 127 m² á tveimur hæðum, staðsett í 100 metra fjarlægð frá golfvellinum. Húsið stendur á 180 m² einkalóð.
Húsið samanstendur af þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, auk stofu og borðstofu með eldhúsi í amerískum stíl í opnu rými. Frá þessum hluta hússins er aðgangur að 24 m² verönd og einkasundlaug, sem er hluti af útisvæði eignarinnar.
Um svæðið:
Los Alcázares er heilsulindarbær, staðsettur við strönd Mar Menor og státar af sjö kílómetra strandlengju frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón 128 ferkílómetrar að stærð er hiti 5 gráðum yfir því sem er í Miðjarðarhafinu. Merkilegt nokk en svæðið er tiltölulega óþekkt og telst eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendurnar á svæðinu tengjast með stórkostlegum gönguleiðum. Þær eru fullbúnar með sturtum, gosbrunnum, aðgengi fyrir fatlaða. En þar má einnig iðka vatnsíþróttir og strandleiki. Landslag þar um slóðir er tiltölulega flatt sem gerir Los Alcázares ákjósanlegan fyrir þá sem hafa gaman að hjólreiðum og öðrum íþróttum eins og golfi. Tveir afar góðir golfvellir eru á staðnum: La Serena Golf og Roda Golf. Fjölbreytt úrval fasteigna er á svæðinu alveg frá íbúðum upp í stór einbýlishús en allar eignirnar standa í nálægð við strönd, golf og góða þjónustu.
Espacio Mediterráneo er stór verslunarmiðstöð um 20 mínútum frá Los Alcázares eða við borgina Cartagena, þar sem hægt er að finna veitingastaði, fataverslanir, matvöruverslanir, húsgagnaverslanir og fleira.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is