Spánarheimili kynnir: Nýjar íbúðir, staðsettar í nágrenni við La Serena Golf-völlinn. Í íbúðunum eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, eldhús opið við stofu og útgengi ýmist út á verönd eða svalir.
Íbúðakjarninn býður upp á sameiginlega sundlaug og sameiginleg svæði til afnota fyrir íbúa. Bílastæði og geymsla eru innifalin í verði.
Verð frá 219.000 € upp í 279.000 €.
Einnig er hægt að kaupa íbúðina fullbúna gegn viðbótarverði upp á 15.900 €, sem felur í sér húsgögn og grunnbúnað.
Um svæðið:
Los Alcázares er strandbær við Mar Menor, með sjö kílómetra strönd frá Los Narejos til Punta Brava. Mar Menor er saltvatnslón sem spannar 128 ferkílómetra, og vatnið er um 5 gráðum heitara en Miðjarðarhafið. Áhugavert er að svæðið er enn nánast óþekkt og oft nefnt eitt best geymda leyndarmál Spánar. Allar strendur í nágrenni eru tengdar með frábærum gönguleiðum, og þær eru fullbúnaðar með sturtum, drykkjarbrunnum og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Einnig er boðið upp á vatnaíþróttir og strandleiki.
Landslagið í kringum Los Alcázares er frekar slétt, sem gerir svæðið tilvalið fyrir hjólreiðar og íþróttir eins og golf. Svæðið státar af tveimur úrvals golfvöllum, La Serena Golf og Roda Golf. Það er ríkt úrval fasteigna, allt frá íbúðum til stórra einbýlishúsa, og allar eignir eru í nálægð við strönd, golf og vandaða þjónustu.
Espacio Mediterráneo er stór verslunarmiðstöð um 20 mínútum frá Los Alcázares eða við borgina Cartagena, þar sem hægt er að finna veitingastaði, fataverslanir, matvöruverslanir, húsgagnaverslanir og fleira.
Allar frekari upplýsingar fást á skrifstofu Spánarheimili, í síma 5585858 eða á netfanginu info@spanarheimili.is