Spánarheimili kynnir: Ný og spennandi einbýlishús með nútímalegri hönnun á tveimur hæðum staðsettar í rólegu íbúðarhverfi í Los Alcazares.
Hvert hús er 272,60 m² með vel hönnuðum 191,80 m² garði og einkasundlaug sem gerir þér kleift að njóta sólarinnar og útiverunnar allt árið um kring. Einkabílastæði er innan lóðar.
Í húsunum eru með þrjú rúmgóð svefnherbergi og þrjú fullbúnum baðherbergi, eldhús er opið við stofu með útgangi út á rúmgóða verönd. Húsin eru með hágæða frágangi og góðu skipulagi.
Eitt af helstu aðdráttaröflum eignarinnar eru tvær glæsilegar þaksvalir, 35,90 m² og 69,20 m².
Verð frá 442.000€ til 560.000€
Um svæðið:
Los Alcázares, við Mar Menor ströndina í Murcia-héraði, er heillandi strandbær sem sameinar hefðir og nútímalegt yfirbragð með afslöppuðu andrúmslofti allt árið. Með mildu Miðjarðarhafsloftslagi og meira en 300 sólardögum á áribýður þessi staður upp á alla helstu þjónustu: matvöruverslanir, heilsugæslu, apótek, skóla, veitingastaði og verslunarsvæði – allt í göngufæri eða á hjóli, sem stuðlar að þægilegu og hæglátu lífsstíli.
Strendur svæðisins eru víðar og grunnar, tilvaldar fyrir fjölskyldur og vatnaíþróttir. Meðfram strandgötunni eru strandbarir, sólbekkir og afþreying yfir árið. Einnig nýtur svæðið líflegs samfélags með vikulegum markaði og hefðbundnum hátíðum sem endurspegla ríkulega menningu svæðisins.
Í nágrenni má finna nokkra úrvals golfvelli, eins og Roda Golf, La Serena Golf og Mar Menor Golf Resort, sem henta bæði nýliðum og reyndum kylfingum. Murcia alþjóðaflugvöllurinn (RMU) er aðeins 30 mínútur í burtu með bíl, og Alicante flugvöllur er í rétt rúmri klukkustundarfjarlægð – sem tryggir greiðar samgöngur við Spán og Evrópu.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is