Spánarheimili kynnir: Fallega og vel skipulagða íbúð á frábærum stað.
Eignin samanstendur af tveimur rúmgóðum svefnherbergjum, tveimur fullbúnum baðherbergjum, nytsamlegu geymsluherbergi, eldhúsi í amerískum stíl með þvottahúsi og bjartri og rúmgóðri stofu/borðstofu með beinum aðgangi að rúmgóðum einkasvölum. Þaðan nýtur þú glæsilegs sjávarútsýnis, auk útsýnis yfir sameiginlega sundlaug, leiksvæði fyrir börn og pétanquevöll, allt umkringt fallega hönnuðum sameiginlegum görðum.
Íbúðarkjarninn býður upp á öll helstu þægindi: læstan sameiginlegan bílastæðakjallara, mynddyrasíma og lyftur sem auðvelda aðgengi.
Um svæðið:
Staðsett á eftirsótta svæðinu Los Dolses (Orihuela Costa), þar sem þú hefur allt við höndina: veitingastaði, bari og þjónustu í göngufæri, vinsæla verslunarmiðstöðin La Zenia Boulevard aðeins 5 mínútur í burtu með bíl, og stórkostlegar strendur Orihuela Costa í örstuttri fjarlægð.
Í nágrenninu eru einnig nokkrir golfvellir, og aðeins 45 mínútur eru til Alicante- og Murcia-flugvalla. Þessi eign er því ekki aðeins tilvalin fyrir varanlega búsetu eða frí, heldur er hún einnig frábært fjárfestingartækifæri, þar sem hún er með leyfi til styttri útleigu (ferðamannaleyfi).
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is