Spánarheimili kynnir: Spennandi verkefni sem samanstendur af 42 nútímalegum einbýlishúsum í hinu vinsæla Vistabella Golf hverfi.
Svæðið býður upp á allt það nauðsynlega, það eru margir veitingastaðir, matvörubúð, líkamsrækt og fleira innan handar.
Um er að ræða hús með þremur rúmgóðum svefnherbergjum og tveimur fullbúnum baðherbergjum. Hver eign er á tveimur hæðum og hægt er að bæta við þaksvölum fyrir aðeins 14.900€ aukalega.
Það fylgir einnig stór verönd með einkasundlaug og bílastæði inn á lóðinni.
Tilbúið til afhendingar í desember 2026.
Innifalið í verði
Gólfhiti á baðherbergjum
Sturtugler, baðinnréttingar með spegli og lýsingu
Fullbúið eldhús með ísskáp, ofni, viftu, uppþvottavél og þvottavél
Rafdrifnar gardínur í svefnherbergjum
Innbyggðir fataskápar
Foruppsett loftkælingarkerfi
Verð frá 349.900€ - 395.900€
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Um svæðið.
Vistabella golfsvæðið er öryggisvaktað 24/7 og er í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Orihuela Costa. Einstakt golfvallarumhverfi með öllum þægindum svo sem verslunum, veitingastöðum og fyrsta flokks aðstöðu til íþróttaiðkana. Svæðið er sérlega vinsælt enda margt og mikið fyrir flesta
Vistabella Golf er glæsilegur 18 holu golfvöllur staðsettur á Costa Blanca svæðinu á Spáni. Völlurinn er hannaður fyrir kylfinga á öllum getustigum og býður upp á vel hirtar brautir, breið svæði og fallegt náttúrulegt landslag.
Á svæðinu er einnig veitingastaðir, barir, líkamsræktarstöð og matvöruverslun, ásamt fjölbreyttri þjónustu sem gerir Vistabella að frábærum stað fyrir bæði íbúa og ferðalanga. Svæðið er rólegt og fjölskylduvænt með góðu aðgengi að ströndum, stærri bæjum og helstu þjónustu á Costa Blanca.