Spánarheimili kynna: Frábær staðsetning. Göngufæri við alla helstu þjónustu og göngufæri niður á strönd. Um er að ræða glæsilega 2 svefnherbergja og 2 baðherbergja jarðhæð í lokuðum kjarna með útsýni út á sjó.
Íbúðin er 75,88 m2 ásamt 39,09 m2 verönd með útsýni yfir sundlaugagarðinn og niður að sjó. Kjarninn er aflokaður og fylgir íbúðinni stæði bílageymslu ásamt geymslu innaf bílastæðinu. Íbúðin afhendist fullbúin fallegum húsgögnum og heitu og köldu aircon tæki. Glæsilegur sameiginlegur sundlaugargarður þar sem finna má sameiginlega sundlaug, útigrillsvæði, leiksvæði fyrir börnin og grillaðstöðu fyrir íbúa ásamt líkamsræktarstöð.
Nánar um svæðið: Orihuela Costa er breið strandlengja á Costa Blanca suður svæðinu með ótrúlegu útsýni, notalegum víkum og ströndum með hvítum sandi og fögrum Miðjarðarhafsskógi. Strandlengjan er 16 kílómetra löng og er í 20 kílómetra fjarlægð frá borginni. Á síðustu árum hefur verið mikil uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu. Mörg falleg hverfi eru á svæði Orihuela Costa auk glæsilegra golfvalla svo sem Villamartin, Las Ramblas, Campoamor og Las Colinas. Nokkrar verslunarmiðstöðvar eru á svæðinu, þar á meðal ein sú stærsta á Spáni. Þar má einnig finna strendur með bláa fánanum, sem þýðir að þær uppfylli hæstu gæðakröfur sem gerðar eru um strendur Evrópu. Má í því sambandi nefna Punta Prima, Playa de la mosca, Calas de Playa Flamenca, La Zenia, Cabo Roig og Campoamor. Í stuttu máli, fullkominn staður fyrir þá sem velta fyrir sér kaupum á eign við ströndina.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is