Spánarheimili kynnir: Glæsilegar efri og neðri sérhæði staðsett aðeins 500 metra frá ströndum San Pedro del Pinatar.
Jarðhæðir með garði: 67,93 m2. Íbúðrinar eru með tveimur svefnherbergjum annað með en-suite baðherbergi og öðru fjölskyldubaðherbergi. Eldhús er opið við stofu og með útgengi út á verönd.
Efri hæðir með einka þaksvölum.
Efri hæðirnar eru frá 68,61 m2, og býður upp á stóra verönd að framan sem leiðir að rúmgóðri opinni stofu og borðstofu með rausnarlegu, fullbúnu eldhúsi. Tvö svefnherbergi, annað með en-suite baðherbergi, og glæsilegum einka þaksvölum aðgengilegum út frá eldhúsinu, tilvalið til að slaka á í fullkomnu næði.
Eigninrnar eru með LED lýsingu að innan sem utan, uppsettri loftkælingu. Eldhús með helluborði, ofni, uppþvottavél og ísskáp/frysti, inniföldu ásamt bílastæði og beinum aðgangi að landslagshönnuðum görðum og sameiginlegri sundlaug.
Áætlaður afhendingardagur veturinn 2025
verð frá €249.900 til €299.950
Íbúðarbyggðin er staðsett á einu af efnilegustu svæðum San Pedro del Pinatar. Þessi nútímalegi kjarni samanstendur af 8 íbúðum og sameinar virkni, þægindi og staðsetningu, umkringda þjónustu, íþróttaaðstöðu, nokkrum golfvöllum og aðeins 500 metrum frá ströndinni.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimila, í síma 5585858 og info@spanarheimili.is