Þessi íbúð er staðsett í hinu vinsæla og einstaka íbúðarhverfi Altea Hills, sem er þekkt fyrir stórglæsileg einbýlishús og öryggisgæslu allan sólarhringinn. Umkringd gróðri, býður staðsetningin upp á fallegt útsýni og frábæra sólstöðu, aðeins örfáum mínútum frá miðbæ Altea sem var valinn fallegasti bær Spánar af Nationa Geographic, Greenwich smábátahöfninni, Mascarat og la Olla ströndunum og Altea La Vella golfvellinum.
Íbúðin er í frábæru ástandi og tilbúin til innflutnings. Hún samanstendur af björtu stofu- og borðstofurými með fullbúnu eldhúsi í opnu skipulagi. Stórar rennihurðir tengja stofuna við rúmgóðar svalir sem snú í suður og bjóða upp á sól allt árið í kring,sem eru að hluta til yfirbyggðar og skjólgóðar er gott næði, fallegt útsýni yfir grænt umhverfi og Miðjarðarhafið.
Það eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi, þar af eitt en-suite við hjónaherbergið, sem hefur einnig beinan aðgang að svölunum. Að auki eru loftkæling með hitun, innbyggðir fataskápar, gluggahlerar og sérbílastæði í sameiginlegum bílakjallara hússins.
Íbúar hússins hafa aðgang að einstaklega vel hirtum sameiginlegum sundlaugargarði, leiksvæði fyrir börn og padel-velli.
Ekki láta þessa einstöku eign fram hjá þér fara – frábært tækifæri til að eignast íbúð í einu flottasta hverfi Altea Hills.