Fallegt einbýlishús í Benijófar. Heillandi þorp staðsett í hjarta Costa Blanca svæðisins. Það býður upp á afslappað og friðsælt umhverfi með allri nauðsynlegri þjónustu nálægt, svo sem matvöruverslunum, veitingastöðum, apótekum og heilsugæslu, sem tryggir þægindi fyrir daglegt líf. Þorpið er vel tengt vegakerfi og er í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá fallegum ströndum Guardamar, sem gerir það að kjörnum stað fyrir þá sem vilja njóta rólegs lífsstíls með greiðan aðgang að ströndinni.
Þetta nútímalega einbýlishús er byggt árið 2020 og með þremur rúmgóðum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, bjartri stofu sem tengist nútímalegu eldhúsi og býður upp á þægilegt rými. Eignin státar af fallegri þakverönd, einkasundlaug og garði. Húsinu fylgir einnig lítil geymsla, plöntur í kerjum á sundlaugarsvæði og er það málað með gæða málningu
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Benijófar er notalegur lítill bær staðsettur á milli Costa Blanca-strandarinnar og fjallanna í Alicante-héraði. Hin sérstaka nafngift er úr arabísku en bókstaflega þýðir Benijófar „sonur perlanna“. Og það er af góðri og gildri ástæðu: 320 sólríkir dagar á ári en Benijófar er í tíu mínútna aksturfjarlægð frá ströndum Guardamar. Í Benijófar má finna verslana- og veitingahúsakjarna sem þekkist undir nafninu Benimar – í raun er þar allt að finna sem prýðir spænskan smábæ.