Við kynnum þessa villu til sölu, staðsett í Los Montesinos sem er notalegur bær með allar nauðsynlegar þjónustur í nágreni, við hraðbrautina AP-7 og er ekki nema 30 min akstur á flugvöllinn í Alicante og 20 min á næstu strönd
Húsið snýr í suðurátt og situr á 384m2 lóð og er með flottan einkagarð með einkasundlaug, notalegt útisvæði með útieldhúsi, bílastæði inn á lóð og rúmgóða þakverönd þar sem hægt er að njóta sólarinnar allan daginn.
Það eru 3 svefnherbergi og 2 fullbúin baðherbergi og eitt klósett, þar af er hjónaherbergið með flottu fataherbergi og einkabaðherbergi.
Eldhúsið og stofan eru í opnu rými með stórum gluggum sem hleypir inn miklri náttúrulegri birtu og er með aðgengi út á veröndina með sundlauginni.
Þessi villa er staðsett á frábæru svæði, í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá ströndum Costa Blanca og nálægt verslunarmiðstöðvum, veitingastöðum og fleiri afþreyingu
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Los Montesinos er hefðbundinn spænskur bær staðsettur í fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá stórborginni Torrevieja á sólríkri Costa Blanca-strönd Spánar með sérdeilis frábærum bláfánaströndum og golfvöllum. (Blár fáni merkir að strönd uppfylli hæstu gæðakröfur sem gilda um strendur í Evrópu. Los Montesinos er nálægt hraðbrautinni sem þýðir að þaðan er skjótur og greiður aðgangur að nærliggjandi borgum sem eru Elche, Alicante og Murcia. Þetta er fullkomið þorp fyrir þá sem vilja setjast að á Spáni, með allri nauðsynlegri þjónustu, umkringt ökrum og nálægt ströndinni.