Við kynnum til sölu ný einbýlishús til sölu í San Miguel, sem er hinn dæmigerði spænski bær, býður upp á allar nauðsynlegar þjónustur og veitingastaði og er um 20 mínútur frá næstu ströndum á Orihuela Costa svæðinu og Zenia Boulevard verslunarmiðstöðinni
Þessar eignir eru með lóðir frá 350 m² til 710 m² og eru með stórum veröndum með einkasundlaug og innkeyrslu með bílastæði inn á lóðinni sem tryggir að þú hafir alltaf öruggt og aðgengilegt pláss fyrir bílinn
Þetta eru eignir með þremur svefnherbergjum og tveimur fullbúnum baðherbergjum, hannaðar í nútímalegri hönnun með opnu rými þar sem eldhúsið og stofan er, frá stofu er aðgengi út á veröndina með sundlaugina.
Hægt er að velja milli tveggja mismunandi gerða húsa, með þaksvölum eða ekki.
Verð frá €630.000 til €975.000
Meira um svæðið:
Hinn dæmigerði spænski bær er San Miguel de Salinas. Hann er staðsettur á hæsta punkti sveitar sinnar við Costa Blanca suður. Bærinn nýtur útsýnis yfir Torrevieja-saltvötnin og ótal sítrónu- og appelsínu akra í grenndinni sem meðal annars gerir hann ákjósanlegan jafnt til fastrar búsetu sem og styttri dvalar. Helsti iðnaður bæjarbúa er þjónusta og landbúnaður svo sem sítrónurækt, melónu- og ólífurækt. Bærinn býr yfir sjarma Miðjarðarhafsþorpsins. Þar má njóta viku markaðarins, sækja hellana í bænum heim eða taka þátt í hátíðum sem haldnar eru reglulega. Dýrlingadagur San Miguel er til dæmis haldinn hátíðlegur ár hvert og hefjast hátíðarhöld jafnan viku fyrir dýrlingadaginn sjálfan sem er 29. september. Matarmenning bæjarbúa einkennist af hinum hefðbundna næringarríka sveitamat „gazpacho manchego“ – girnilegur réttur unnin úr tómötum, sérstöku brauði og grænmeti ásamt kanínukjöti, hrísgrjónum og soði. Allt þetta og margt fleira gerir bæinn að einum af uppáhaldsáfangastöðum þeirra sem eru að leita að heimili í sólinni eða vilja komast í frí við Miðjarðarhafsströndina. Öll þjónusta er innan seilingar í þessu sjarmerandi litla bæ.