Einbýlishús, samtals 210 fm, í Bellavista íbúðarkjarnanum í San Miguel með einkasundlaug á tveimur hæðum með stórum bílakjallara undir húsinu. Eignin er vel staðsett á hæð með fallegu útsýni til sjávar og yfir saltvötnin. Las Colinas, La Finca og Campoamor golfvellirnir eru örstutt frá.
Nánari lýsing:
Eignin er á tveimur hæðum plús kjallari. Jarðhæðin skiptist í alrými með rúmgóðri stofu og stóru opnu eldhúsi, svítu með sér baðherbergi og útgengi út á verönd. Einnig er gestasalerni á jarðhæðinni.
Efri hæðin er stór hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi. Útgengi úr svítunni á stóra verönd með glæsilegur útsýni yfir sveitirnar í kring, MIðjarðarhafið og saltvötnin í Torrevieja.
Bílakjallarinn er undir öllu húsinu og er í dag opið rými en það eru margir möguleikar fyrir eiganda að hanna rýmið að sínum óskum sem íbúðar- eða tómstundarými eða nýta eins og það er uppsett fyrir bílaáhugamenn, í rýminu er fullbúið baðherbergi með sturtu.
San Miguel de Salinas dæmigerður spænskur bær staðsettur á hæsta punkti sveitar sinnar við Costa Blanca suður. Mikill sjarmi er yfir bænum og næsta nágrenni, mikil sítrónu, ólífu og melónurækt er á svæðinu sem gerir umhverfið einstaklega fallegt. Öll helsta þjónusta er í bænum og nágrenni hans.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 558-5858 og info@spanarheimili.is