Kynnum til sölu nýjan kjarna af þriggja hæða fjölbýlishúsum í Pilar de la Horadada með sameiginlegri sundlaug við miðju þar sem eigendur fá fullt afnot af sundlauginni og geta notið miðjarðarhafs andrúmsloftið.
Íbúðir á jarðhæð eru með einkagarð og íbúðir á efstu hæð eru með einka þaksvalir. Þetta eru íbúðir með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, það eru einnig íbúðir í boði með þremur svefherbergjum.
Þetta eru íbúðir hannaðar í nútímalegum stíl með opnu skipulagi þar sem stofan og eldhúsið eru í opnu rými.
Allar íbúðirnar eru með loftkælingakerfi og það fylgir einnig einkabílastæði í kjallara með geymslu.
Það eru aðeins tvær eignir eftir á jarðhæð og verðin á þeim er:
- 2 herb. 2 baðh 234.000€
- 3 herb. 2 baðh. 294.000€
Verð á íbúðum á efstu hæð með þaksvölum
- 2 herb. 2 baðh 299.000 € - 319.000 €
- 3 herb. 2 baðh 329.000 € - 349.000 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon að telja. Dvalarstaðurinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er fullkomlega staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á umliðnum árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.