Kynnum til sölu nýjan kjarna af þriggja hæða fjölbýlishúsum í Pilar de la Horadada með sameiginlegri sundlaug við miðju þar sem eigendur fá fullt afnot af sundlauginni og geta notið miðjarðarhafs andrúmsloftið.
Íbúðir á jarðhæð eru með einkagarð og íbúðir á efstu hæð eru með einka þaksvalir. Þetta eru íbúðir með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, það eru einnig íbúðir í boði með þremur svefherbergjum.
Þetta eru íbúðir hannaðar í nútímalegum stíl með opnu skipulagi þar sem stofan og eldhúsið eru í opnu rými.
Allar íbúðirnar eru með loftkælingakerfi og það fylgir einnig einkabílastæði í kjallara með geymslu.
Það eru aðeins tvær eignir eftir á jarðhæð og verðin á þeim er:
- 2 herb. 2 baðh 234.000€
- 3 herb. 2 baðh. 294.000€
Verð á íbúðum á efstu hæð með þaksvölum
- 2 herb. 2 baðh 299.000 € - 319.000 €
- 3 herb. 2 baðh 329.000 € - 349.000 €
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is
Nánar um svæðið:
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon að telja. Dvalarstaðurinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er fullkomlega staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á umliðnum árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.
Ofangreindar forsendur miðast við mögulega hámarks veðsetningu í gegnum spænska banka svo og hámarks lánstíma. Vaxtaprósentan ákvarðast af hálfu bankans eftir greiðslugetu og fjárhagslegri stöðu lántakanda hverju sinni. Veðsetningarhlutfall banka miðast við söluverð eigna án tillits til kostnaðar
Ísland - skrifstofa
© Copyright SpanarHeimili · All Rights Reserved · Lagalegur fyrirvari · Skilmálar · Cookies · Web Map
Hönnun & CRM: Mediaelx
Smákökur gera þér kleift að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar, segja okkur hvaða hluta vefsíðna okkar fólk hefur skoðað, hjálpa okkur að mæla árangur auglýsinga og leitar á vefnum og veita okkur innsýn í hegðun notenda svo við getum bætt skilaboðum og vörum okkar. Frekari upplýsingar
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum móttekið beiðni þína um eignarviðmiðunina:2172. Einn af lyfjum okkar mun hafa samband við þig eins fljótt og auðið er.
Fyrst af öllu, takk fyrir að hafa samband við okkur.
Við höfum fengið beiðni um skýrslu ef þú lækkar verð á eigninni með tilvísuninni: 2172
Í millitíðinni skaltu skoða þetta úrval af svipuðum eignum, sem gætu haft áhuga á þér: