Glæsileg 2. svefnherbergja íbúð á 2. hæð í Valentino Golf III kjarnanum í Villamartin sem er í ca. 15 mín. göngufæri frá Villamartin Plaza þar sem má finna fjölmarga bari og veitingastaði. Einnig er stutt í Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina, fallegu strendurnar á Orihuela Costa svæðinu og fjölmarga golfvelli.
Þetta er nýjasti kjarninn en hann samanstendur af 8 fjölbýlishúsum innan lokaðs svæðis með fallegum, sameiginlegum garði með 2 sundlaugum, æfingasvæði utandyra og bílastæði. Íbúðin er á 2. hæð í fjölbýlishúsi með lyftu og er íbúðin með svalir sem snúa í n-vestur.
Íbúðin selst með öllum húsgögnum og tækjum og er til afhendingar strax. Hún er um 69m2 og sem fyrr, er með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Spánarheimilia og í síma 5585858 og info@spanarheimili.is