Rúmgóðar íbúðir með stórum veröndum í Finestrat
Finestrat Paradise Resort er glæsilegt íbúðahverfi sem samanstendur af 66 íbúðum og 14 einbýlishúsum á frábærum stað. Staðsett aðeins nokkrum mínútum frá ströndum Benidorm og umkringt verslunarmiðstöðvum, lúxushótelum, golfvöllum og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum, sem gerir það að fullkomnum valkosti fyrir þá sem leita að þægindum og gæðum.
Hver íbúð er hönnuð til að hámarka næði og kósýheit, með stórum veröndum sem snúa að hafinu. Íbúðir á jarðhæð hafa einkagarða og þakíbúðirnar koma með þaksvölum.
Íbúðirnar verða allta að 103,10 m² og 40,60 m² verönd, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og opið bjart eldhús með stofu og borðstofu. Hverri íbúð fylgir bílastæði og geymsla, auk þess sem íbúðasvæðið býður upp á úti bílastæði fyrir íbúa og hjólageymslu.
Íbúðirnar eru vel búnar með loftkælingu, gólfhita á baðherbergjum, snjallheimakerfi, lofthitakerfi, rafmagnsrúllugardínum, innbyggðum fataskápum, styrktri útidyrahurð og öll heimilistæki eru innifalin. Byggingin er einnig með lyftu og innbyggðu öryggiskerfi.
Sameign er með sundlaugum, líkamsræktaraðstöðu, vinnurýmum, íþróttsvæðum og allegum görðum í miðjarðarhafsstíl hönnuð til að veita afslöppun og vellíðan.
Staðsetningin er afar hentug, þar sem ströndin er í aðeins 4 km fjarlægð, næsti golfvöllur er í 4 km fjarlægð, matvöruverslun er í 2 km fjarlægð, sjúkrahús í 6 km fjarlægð og afþreyingar- og veitingastaðir eru innan við 2 km frá svæðinu. Alicante-flugvöllur er í aðeins 57 km fjarlægð og auðvelt að komast þangað.
Verð eru háð framboði. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.