Við kynnum þessar rúumgóðar bungalow íbúðir með 3 svefnherbergjum og 2 baðherbergjum. Íbúðirnar eru frá 76 m² til 102 m² að stærð.
Fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og kyrrðar, þá eru íbúðirnar á jarðhæð með fallegum einkaverönd á bilinu 74 m² - 77 m². Ef þú vilt frekar fá útsýni yfir sameiginlega garðinn í kjarnanum, þá eru íbúðirnar á efstu hæðinni með flottum 81 m² þaksvölum, tilvalið til að njóta sólarinnar
Að auki eru allar íbúðir með sérbílastæði og aðgangi að stórri sameiginlegri sundlaug í sameiginleg garðinum sem er í miðju kjarnans.
Verð fyrir þessar íbúðir eru á bilinu 259.900 evrur til 304.900 evrur
Nánar um svæðið:
Pilar de la Horadada er staðsett 3 kílómetra inn í landið frá ströndinni við El Mojon að telja. Dvalarstaðurinn er í um það bil 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Murcia San Javier flugvellinum og um það bil einnar klukkustundar aksturs suður af flugvellinum í Alicante. Pilar de la Horadada er fullkomlega staðsett nálægt öruggum sandströndum Mar Menor. Svæðið er að mestu leyti landbúnaðarsvæði; umkringt markaðsgörðum, aldingarði, sítruslundum og sveitabæjum. Hann er syðsti bærinn á Costa Blanca og þar hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á umliðnum árum. Í bænum er mikið og fjölbreytt úrval íbúða við sjávarsíðuna en þar er einnig að finna áhugaverð, nýbyggð raðhús og einbýli sem fullyrða má að séu verðlagt á afar sanngjarnan máta.